Fjármálaráðherra skilur ekkert

Það sem mér finnst vera jákvætt í því sem er að gerast núna er það að sveitarfélögin ætla að kaupa jörðina og þar með er hún komin í opinbera eigu,“ segir Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra spurð út í fyrstu viðbrögð sín.
 
Svo segir í frétt mbl.is um kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum. Eiginlega held ég að það sé ekki ein einast heil brú í fjármálaráðherranum, Oddnýju Harðardóttur. Hún skilur ekki málið og veit ekkert hvað er að gerast.
 
Henni til upplýsingar hafa sveitarfélögin á Norðausturhorni landsins ekkert bolmagn til að kaupa Grímsstaði. Þau eiga ekkert fé til þess, ekki frekar en ríkissjóður. Sveitarfélögin ætla hins vegar að rukka kínverska „fjárfestinn“ um þá fjárhæð sem þau ætla að nota til kaupanna. Þetta er hugsað sem fyrirframgreidd leiga en er eiginlega ekkert annað en að reyna að komast í kring um landslög sem banna útlendingum jarðarkaup nema þeir eigi sér búsetu og ríkisfang innan ESB.
 
Verði ekkert af áformum þess kínverska dettur botninn óhjákvæmilega úr ætlunum sveitarfélaganna.
 
Hitt er svo annað mál hvernig ein jörð geti verið svo víðfeðm að hún nái yfir öll fjöll og firnindi allt til Vatnajökuls, sögur segja að lönd hennar hafi legið saman við lönd Skaftafells. Þetta er nú svo mikil þjóðsaga og bull að engu tali tekur. Engin á öræfi landsins þó einhverjir geti haldið því fram að þeir eigi beitarrétt.
 

mbl.is Styðja kaup á Grímsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ekki bara það, Sigurður, heldur kom fram í fréttum fyrr í sumar að kínverski fjárfestirinn ætlaði að fjármagna leiguna með því að byggja 100 "sumarbústaði" fyrir auðuga kínverja og selja þeim.

Ef það dæmi er svo rakið gróðafyrirtæki, þá skil ég ekkert í því af hverju núverandi eigendum/ábúendum Grímsstaða hefur ekki hugsast plottið.

Kolbrún Hilmars, 1.9.2012 kl. 16:15

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Fyrir mér lítur þetta Grímsstaða-leikrit þannig út, að ESB-elítan vill ekki deila Íslandi með öðrum heimsálfum.

Frelsi og lýðræðisvilji Íslands-búa er ekki áhugamál ESB-elítunnar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.9.2012 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband