Skotleyfi bankanna
31.8.2012 | 22:09
Marinó G. Njálsson er ritar marga góða pistla á bloggsíðu sinni. Hann fjallar í þeim síðasta um bankastarfsemina eftir hrun og líst miður vel á. Við fyrsta yfirlestur á pistlinum hristir maður höfuðið og heldur að Marionó fari með tóm bull. En það er ekki svo. Hann hefur vit á því sem hann ræðir um og hefur þar að auki upplýsingar frá fjölda fólks sem lent hefur í vandræðum hjá bönkunum.
Um daginn steig fyrrum eigandi BM. Vallár, Víglundur Þorsteinsson, fram á sviðið og sagði farir sínar ekki sléttar í viðskiptum sínum við Arion banka. Hann hefður því blákalt fram að gefið hafi verið út skotleyfi á sig og fyrirtæki sitt til þess eins að bankinn gæti hagnast. Þess vegna missti hann forráðin yfir Vallá jafnvel þó allir aðrir lánadrottnar hefðu samþykkt nauðasamninga.
Eitthvað verður umfjöllun Marinós kunnugleg þegar reynsla Víglundar, þess ágæta manns, er borin saman við hana. Fyrir hrun tíðkaðist hjá bönkunum að lána fé til ákveðinna aðila, sem keyptu síðan fyrirtæki, hirtu úr því slátrið og settu í staðinn viðskiptavild í eignahlið efnahagsreikningsins. Seldu síðan fyrirtækið aftur með miklum hagnaði. Engu skipti þótt það væri eiginlega ekki rekstrarhæft eftir þessa meðhöndlun. Það var einfaldlega annarra vandamál.
Marinó heldur því fram að eftirfarandi sé sú aðferðafræði sem núlifandi bankar vinni eftir:
- Drögum úr hófi fram að finna niðurstöðu. Svörum ekki póstum, tilboðum og símtölum nema a.m.k. einhverjar vikur, helst mánuðir fái að líða.
- Höfnum öllum tillögum viðskiptavinarins, því hann getur örugglega borgað meira en hann leggur til.
- Ásökum viðskiptavininn um allt og ekkert, við hljótum að hitta í mark þó ekki nema einu sinni af hverjum 10.000 skiptum.
- Leggjum sjálfir fram tillögur að lausn
- Ef viðskiptavinurinn samþykkir, þá hljótum við að hafa boðið of vel og látum lánanefndina hafna.
- Ef viðskiptavinurinn hafnar, þá lýsum við frati í hann og sendum málið til dómstóla.
- Ef eign viðskiptavinarins er álitleg, þá semjum við ekki, þar sem við græðum meira á því að taka eignina af viðskiptavininum og selja hana sjálfir, en að semja. Skítt með það þó fólk verði gjaldþrota, við fáum feitan bónus.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
MerkilegtÞað er áhugavert að engin umræða er um að lagfæra bankakerfið.Bankarnir lánuðu aldrei neitt, skrifuðu aðeins töluna,framleiddu enga vöru, og litla þjónustu.Bankarnir tilkynna að eigin fé bankana hafi aukist um einhverja tugi milljarða frá áramótum.Það eru eignir fólksins, verksmiðjur, verslunarhús og íbúðarhús,sem bankinn er búin að færa til sín. Af hverju gerum við ekki neitt?
Ath.
http://www.herad.is/y04/1/2012-01-26-thomasjefferson.htmhttp://www.money20.org/ http://jak.se/http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1243291/
Egilsstaðir, 01.09.2012 jgJónas Gunnlaugsson, 1.9.2012 kl. 20:39
Setningarnar átt að sjálfsögðu að vera með millibili.
http://www.herad.is/y04/1/2012-01-26-thomasjefferson.htm
http://www.money20.org/ http://jak.se/
http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1243291/Egilsstaðir, 01.09.2012 jg
Jónas Gunnlaugsson, 1.9.2012 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.