Hinn illskeytti óvinur lýðræðisins
30.8.2012 | 11:37
Allir eru sammála því að þeir eru verstir, hinir einu og sönnu óvinir, á móti öllu því sem til þjóðþrifa getur talist. Lesendur hljóta að vita hverjir þeir eru. Er það ekki ....? En við höfum alltaf rétt fyrir okkur. E'þaki?
Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor, er maður einföldunar. Hann aðhyllist stefnu George Bush, fyrrum Bandaríkjaforseta, sem sagði vegna innrásarinnar í Írak: Þeir sem ekki eru með okkur eru á móti okkur.
Til skilingins er gott að geta einfaldað hlutina. Í stjórnmálum er einföldun beinlínis stórhættuleg. Hún var til dæmis framleidd í áróðursdeildur andstyggilegustu stjórnmálastefna tuttugustu aldar.
Þorvaldur Gylfason segir (feitletranir eru mínar):
Lýðræðið á illskeytta óvini. Það sannast á tilburðum andstæðinga frumvarps Stjórnlagaráðs, sem sæta færis að gera lítið úr þjóðaratkvæðagreiðslunni um frumvarpið 20. október n.k. og sýna lýðræðinu með því móti makalausa lítilsvirðingu.
Þetta er fyrirlitlegur málflutningur, hlýtur að bera vott um greindarskort. Það er bara ekki svo að lífið sé ein einfalt og Þorvaldur vill vera láta. Hvernig má það vera að ég sé óvinur lýðræðisins þó ég hafi fjölmargar athugasemdir við frumvarp stjórnlagaráðs?
Engin sátt er um tillögur stjórnlagaráðs. Er það ólýðræðislegt að þjóðin hafi mismunandi skoðanir á þeim?Atkvæðagreiðslan um tillögurnar er meingölluð. Hún leyfir aðeins að þjóðin greiði atkvæði með eða á móti tillögum sem eru upp á 114 greinar, 26 blaðsíður. Er slíkt lýðræðislegt? Í raun nægir að ég sé á móti einni grein eða hluta úr grein til að ég segi NEI í atkvæðagreiðslunni. Er það ólýðræðislegt hjá mér, er ég þá óvinur lýðræðisins.
Lítum síðan á þversögnina í málflutningi Þorvaldar Gylfasonar. Hann gerir kröfu til þess að andstæðingar frumvarps stjórnlagaráðs láti af andstöðu sinni og hætti að gera lítið úr þjóðaratkvæðagreiðslunni. Er það ekki ólýðræðislegt að krefjast slíks. Er hann ekki sjálfur óvinur lýðræðisins að setja fram kröfur um að allir eigi að vera sammála honum?
Nú hlýtur að vera orðið ljóst að samkvæmt Þorvaldi hverjir þessir þeir eru. Það eru einfaldlega allir sem eru ekki á sömu skoðun og hann. Sérstaklega Sjálfstæðismenn. Þeir eru óvinir lýðræðisins. Þorvaldur fellur þarna í þá gryfju að sleppa rökum og formælir þeim sem ekki vilja hlýta forystu hans. Slíkur maður ætti ekki að koma nálægt stjórnmálum. Hann er einfaldlega hinn illskeytti óvinur lýðræðsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.