Sá sem hleypir öllum inn endar utandyra

Íslenskri menningu getur stafað mikil hætta af of hraðfara efnahagsþróun. Menning lítilla þjóða hefur beðið hnekki af þessum sökum.
 
Þegar Jóhann J. Ólafsson tekur til máls er gott að leggja við hlustir. Hann er skynsamur og hógvær í málflutningi sínum og leggur jafnan gott eitt til í þjóðmálaumræðunni. Hann ritar grein í Morgunblaðinu í morgun og ræðir um tækifæri þjóðarinnar og bendir á þá hættu sem við getum staðið frammi fyrir eins og ofangreind tilvitnun bendir á.
 
Jóhann rekur örlög lítilla menningarsvæða sem hafa orðið öðrum stærri að bráð. Hann nefnir Haxaii-eyjar sem Bandaríkjamenn lögðu undir sig, Suðvestur-Afríku sem Hollendingar sölsuðu undir sig, Singapúr sem áðu var hluti af Malasíu.
 
Í lok greinar sinnar segir Jóhann allsendis hávaðalaust en orð hans bora sig inn í vitund lesandans og fá hann til að hugsa sig alvarlega um:
 
Á Grímsstöðum á Fjöllum búa nú um 9 manns af íslensku bergi brotnir.
Ferð okkar Íslendinga inn í framtíðna er vandasöm og flókin. Göngum götuna fram til góðs. Við megum hvorki einangrast né opna allt upp á gátt.
 
Sá sem útilokar aðra
læsir sjálfan sig inni.
Sá sem hleypir öllum inn
endar utandyra. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband