Jón Kristinsson skemmtir sér

Af og til heyrist í borgarstjóranum í Reykjavík. Um daginn tók hann þátt í gleðigöngu hinsegin daga. Í dag vaknaði hann snemma og gaf rithöfundasambandi Íslands fallegt hús. Óskaplega finnst er það ánægjulegt að borgarstjórinn skuli gefa sér tíma í önnum sínum til að taka þátt í skemmtilegum verkum. En hefur hann eiginlega eitthvað annað með höndum en svona tyllidagaverkefni. Ýmislegt bendir til þess að hann sé ekkert annað en einhvers konar tákn borgarstjórnar ekki framkvæmdastjóri.

Betra væri þó að hann tæki þátt í öðrum skyldum sem æðsti framkvæmdastjóri borgarinnar. Hann virðist ekki hafa neina skoðun og tekur ekki afstöðu til neina alvarlegra mála.

 

  • Ekki aukatekið orð um skipulagsbreytingar í miðborginni. 
  • Enga skoðun á hallarekstri Hörpunnar. 
  • Ekki aukatekið orð er þúsundir sjómanna flykktust inn á Asuturvöll og mótmæltu fiskveiðistjórnarfrumvörpum ríkisstjórnarinnar sem þó koma dálaglega við hagsmuni Reykjavíkur.
  • Enga skoðun á fyrirhugaðri hækkun virðisaukaskatts á gistingu og er þó Reykjavík vinsælasti og þekktast ferðamannastaður landsins.
  • Hann hafði þó skoðun á broti borgarfulltrúa Besta flokksins á siðareglum borgarinnar en sá sagðist bara vera borgarfulltrúi frá níu til fimm og þar fyrir utan mætti hann væntanlega haga sér eins og hann vildi. Þetta þótti Jóni Kristinssyni bara fyndið.
  • Ekki orð um fjárhagsáætlun Reykjavíkur, stefnumörkun eða annað.
  • Sóðaskapur og vanhirtir grænir reitir koma borgarstjóranum ekki við.
  • Hann tjáir sig ekki um lögbundna grunnþjónustu sem verið er að skera niður innan borgarinnar
  • Hefur miklar skoðanir á gæluverkefnum
Og fjölmiðlar láta Jón Kristinsson í friði. Þeim þykir ekki við hæfi að ræða á sama hátt við Jón Kristinsson og aðra stjórnmálamenn. Honum er endalaust hlíft þó vanþekkingin blasi við öllum borgarbúum.

 


mbl.is Rithöfundar fá hús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband