Getur Katla valdiđ gosi á Fimmvörđuhálsi?

KortFyrir rúmum tveimur árum gaus á Fimmvörđuhálsi og nokkru síđar í Eyjafjallajökli. Í bók minni um gönguleiđina yfir Fimmvörđuháls sem kom út fyrir stuttu skrifar Páll Einarsson, jarđeđlisfrćđingur um ţessi tvö gos og segir ađ skjálftaupptök í mars 2010 gáfu til kynna kvikuhreyfingar hafi fćrst austur undir Fimmvörđuháls ţar sem raunar gaus ţann 20 mars 2010.

Sem leikmađur freistast ég til ađ draga ţá ályktun af orđum Páls ađ tilviljun ein hafi valdiđ ađ gos kom upp á Fimmvörđuhálsi. Kvikuinnskotiđ breiddist einfaldlega ţannig út ađ ţađ átti greiđustu leiđ upp á Hálsinum.

Ađeins tćpir tíu kílómetrar eru frá toppgíg Eyfjallajökuls ađ gosstöđvunum á Fimmvörđuhálsi. Fjölmargir gígar eru á Fimmvörđuhálsi og líklega ekki í fyrsta sinn sem gos ţar hefđi međ réttu átt ađ koma upp í Eyjafjallajökli.

Lítum nú á fjarlćgđina frá Kötluöskjunni og ađ gosstöđvunum á Fimmvörđuhálsi. Hún er rétt rúmlega 10 kílómetrar, ţ.e. ađ öskjubrúninni. Líklega eru um átján kílómetrar frá gosstöđvunum ađ upptökum stóra skjálftans í dag. Enn skemmra er frá gosstöđvunum ađ upptökum jarđskjálftasvćđisins sem kennt er viđ Gođabungu og er í rótum Tungnakvíslajökuls eđa um átta kílómetrar.

Ţetta eru nú ekki vísindalegar pćlingar enda kann „landslag“ ađ vera allt öđru vísi undir Mýrdalsjökli en Eyjafjallajökli.

Stađreyndin er einfaldlega sú ađ kvikuhreyfingar undir Eyjafjallajökli leiddu til goss á Fimmvörđuhálsi. Ţađ er ţví forvitnileg pćling hvort hiđ sama geti gerst viđ ţegar kvikan lyftir sér undir Mýrdalsjökli.

Međfylgjandi kort tók ég af vef Veđurstofunnar. Setti inn á ţađ tvćr línur sem eiga upphaf sitt á gosstöđvunum á Fimmvörđuhálsi. Önnur er ađ toppgíg Eyjafjallajökuls, hin austur ađ jarđskjálftasvćđinu viđ Tungnakvíslajökul.

 


mbl.is Jörđ skalf viđ Austmannsbungu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Gođabunga er eins og ţú bendir á á milli Fimmvörđuháls og Kötluöskjunnar og mundi vćntanleg stöđva kvikuhlaup úr Kötlu.  Undir Gođabungu er líklega súr hálfbráđinn ríólít gúll og komist basaltkvika úr Kötlu í ţennan gúl verđur sennilega mikiđ sprengigos, taliđ ađ ţetta  hafi gerst í Öskju 1875.   Vissulega er hćtta á ţessu ţegar kvika er ađ hlaupa út og suđur frá megineldstöđvum eins og gerist gjarnan á ţessu svćđi.  Eldgjárgosiđ 932 er dćmi um kvikuhlaup frá Kötlu í norđurátt. 

Óskar, 17.8.2012 kl. 19:47

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband