Gunnar er vallakóngur ...

Fyrst stal hann Íslandsmeistarabikarnum frá KR og „gaf“ Víkingum, síðan hnuplaði hann veitingum frá KR og dreifði til annarra íþróttafélaga loks þverbrýtur hann hlutleysi fjölmiðilsins og peppar Stjörnumenn til sigurs á KR.

Þetta bara gengur ekki og það er öllum ljóst enda voru Stjörnumenn svo forviða að þeir nöguðu neglur sína eins og engin fæða væri í boði. Ofan í allt hélt hann þrumuræðu yfir leikmönnum Stjörnunnar sem skildu auðsýnilega fátt í gagnmerku erindinu.

Gunnar er Vallakóngur (lesist; vadla kóngur) en leyfir sér engu að síður að hrauna yfir Fannar myndatökumann sinn sem virðist frekar hlédrægur. Slíkt einelti má ekki eiga sér stað.

Hins vegar er ekki nýtt að formenn Sjálfstæðisflokksins hafi afneitað KR. Geir Hallgrímsson var Víkingur, Þorsteinn Pálsson er Frammari og Bjarni Benediktsson er í Stjörnunni. Davíð Oddsson er þó KR ingur enda vesturbæingur.

Undarlegast er þó að hinn geðugi bæjarstjóri í Garðabæ skuli styðja Stjörnuna, er hann þó gegnheill Sjálfstæðismaður. Það sannar aðeins eitt, lífið er ekki svart og hvítt, þó það ætti að vera svo.


mbl.is Gunnar á Völlum hvetur Stjörnuna (myndband)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

auðvitað á það að vera svart og hvítt, og við skulum vona að þegar sunnudagurinn gengur í garð að þá verði lífið áfram svart og hvítt!

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.8.2012 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband