Hver tapar á lélegri kjörsókn?

Minni kjörsókn gæti þýtt lakari útkoma fyrir Ólaf Ragnar Grímsson. Hann er með yfirburðastöðu samkvæmt skoðanakönnunum og stuðningsmenn hans kunna að vera værukærari en aðrir. Hins vegar má leiða að því líkum að stuðningsmenn Þóru Arnórsdóttur séu ákveðnari í því að skipta um forseta og með það á oddinum er líklegra að þeir mæti á kjörstað.

Þetta er svo gáfuleg útskýring að hún gæti hafa verið hnoðuð í bakaríi stjórnmálafræðings. Fleiri geta fleiþóri spekúlerað og lagt fram tilgátur. 

Það yrði aldeilis fár ef núverandi forseti tapar vegna lélegrar kjörsóknar. Nokkuð sem ekki var fyrirséð og alls ekki kom fram í skoðanakönnunum enda ekki spurt hvort kjósendur ætli yfirleitt að mæta á kjörstað þrátt fyrir fylgispekt við einhvern frambjóðanda.

Persónulega er ég nú nær fullviss að Ólafur Ragnar muni verða kjörinn, en ... 


mbl.is Minni kjörsókn hingað til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband