Viljandi eða óviljandi gleymska
30.6.2012 | 15:42
Frambjóðendur í forsetakosningunum eru ekki með áróður á kjördag, sýnist mér. Það er virðingarvert en getur þó verið tvíbeint. Annars vegar skiptir miklu máli að hvetja fólk til að fara á kjörstað, gleyma ekki frambjóðandanum, eða þá að frambjóðendur verði andvaralausir gagnvart trixum annarra.
Þar sem ég hef menntun í markaðsmálum og hef talsvert starfað í almannatengslum pældi ég í því í gær hvernig frambjóðandi gæti vakið athygli á sér á kjördag. Minntist ég þá gamla brandarans úr Íslenskri fyndni. Kona nokkur var nokkuð utan við sig fór út í búð á inniskónum (sem líklega þótti hneyksli á sjöunda áratugnum). Eftirá var hún spurð hvernig henni hefði liðið þegar hún uppgötvaði þetta. Það var svo sem ekkert mál, sagði hún. Ég gekk bara dálítið hölt! ...
Mér datt í hug að Ólafur Ragnar hefði átt að koma með aðra hendina í fatla. Þá fengi hann góða umfjöllun í fjölmiðlum, allir myndu minnast axlarbrotsins. Þóra gæti þess vegna komið á inniskónum og sömuleiðis fengið fína umfjöllun og svo framvegis. Mér kom þó ekki í hug að láta frambjóðandann gleyma persónuskilríkjum heima og fara þannig á kjörstað
Fínt trix, sárasaklaust og fjölmiðlar gleypa við því.
Auðvitað getur líka verið að ekkert misjafnt sé að baki þessarar gleymsku.
En var þá kosningastjórnin að gleyma sér ...?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.