Femínistafélagið hlífir forsætisráðherra

Hún er einstaklega hávær, þögn Femínistafélags Íslands vegna niðurstöðu héraðsdóms um að Jóhanna Sigurðardóttir, forætisráðherra, hafi brotið jafnréttislög. Það vakti því athygli mína er visir.is birti stutt viðtal við ráðskonu félagsins um þetta vandræðalega mál. 

Í fréttini segir eftirfarandi:

Steinunn dregur ekki dul á að alvarlegt sé þegar forsætisráðherra brýtur jafnréttislög. Þar að auki telur hún viðbrögð Jóhönnu við niðurstöðunni frekar slæm. Hins vegar bendir hún á að ljósið í myrkrinu sé að Jóhanna baðst afsökunar í Fréttablaðinu í dag. Það finnst Steinunni merki um auðmýkt.

Þetta þarf leiðréttingar við. Jóhanna Sigurðardóttir baðst aldrei afsökunar á gjörðum sínum, hvorki í Fréttablaðinu eða annars staðar. Ráðskona félagsins fer rangt með í viðtalinu því Jóhanna sagði þetta í grein sinni:

Í ljósi niðurstöðu dómsins er sjálfsagt að biðja stefnanda, Önnu Kristínu Ólafsdóttur, velvirðingar á þeim miska sem málið kann að hafa valdið henni.  

Vegna þessara orða hlífir Femínistafélagið forsætisráðherra en leyfir sér að ráðast með offorsi á aðra ráðherra. Félaginu finnst „kaldhænislegt ef femínistar myndu krefjast afsagnar Jóhönnu“. Það hefur þó ekkert vafist fyrir Jóhönnu hingað til hvað ætti að gera við ráðherra sem brýtur lög:

Hjá öðrum lýðræðisþjóðum hefði ráðherra sem brýtur svo gróflega lög og reglur verið látinn fjúka.  

Alltaf hef ég samúð með þeim sem verða rökþrota. Það er svo óskaplega óþægilegt að króast inni í horni og sjá enga útgönguleið.

Gott að hafa stefnu Femínistafélagsins til viðmiðunar í framtíðinni: Ráðherra sem biðst afsökunar á brotum á jafnréttislögum fær samúð Femínistafélagsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er tvískinnungsháttur af verstu gráðu.  Hvernig ætlar þetta feministafélag að láta taka mark á sér eftir þetta?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.6.2012 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband