Stjórnmálamaður sem fíflar fólk

„Hjá öðrum lýðræðisþjóðum hefði ráðherra sem brýtur svo gróflega lög og reglur verið látinn fjúka. En hér á landi er allt leyfilegt hjá ráðherrum og þeir komast upp með allt. Ef ráðherrar eru ósáttir við lög eiga lögin bara að víkja en ekki þeir að þeirra mati.”

Svar:
Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi 16. apríl 2004. Tilefnið var að kærunefnd jafnréttismála hafði gefið út það álit að Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, hefði ekki virt jafnréttislög við skipan hæstaréttardómara. [Vefsíða Óla Björns Kárasonar, T24]

Nafnkunnur maður sagði í fljótfærni sinni fyrir nokkrum árum að fólk væri fífl. Það var illa sagt. Síðar hef ég velt því fyrir mér hvort í raun væri ekki nokkur sannleikur fólkin í þessum þremur orðum. Sí og æ lætur maður hafa sig að fífli og í raun hrikalega oft að maður er orðinn að fífli.

Svo er það annað mál sem rökræða má fram og aftur hvort er meira fíflið, sá sem trúði á stjórnmálamanninn eða stjórnmálamaðurinn sjálfur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband