Galdrar sólarljóss og lands

900704-180Ekki borgar sig ađ horfa mikiđ til himins, mađur fćr bara ríg í hálsinn, sagđi mađurinn. Blessunarlega hef ég veriđ laus viđ ríginn en gónt hef ég mikiđ til himins og stundum veriđ svo heppinn ađ vera međ myndavél nćrri.

Sól rís og sól sest. Báđir atburđir skapa oft stórkostlega sýningu fyrir ţá sem augun hafa opin, nenna ađ vaka.

Hér eru nokkrar eftirminnilega myndir af skýjafari teknar af stöđum sem ég hef dvaliđ á í lengri eđa skemmri tíma og ţykir afar vćnt um. Óvíđa hef ég séđ jafn tilkomumiklar skýjamyndanir kvölds og morgna en viđ Húnaflóa. Bjó í nokkur ár á Blönduósi og Skagaströnd og varđ ţví óhjákvćmilega vitni ađ ţessum himinskautasýningum.

AAA007

Ţegar ég nefndi ţetta viđ Húnvetninga sögđu ţeir jafnan lítiđ, ţetta vćri bara svona og ekkert merkilegt viđ ţađ. Ekki laust viđ ađ mađur vćri litinn dálitlu hornauga fyrir ađ nenna ađ brydda upp á ţessu viđ kaffiborđiđ, hvađ ţá ađ nenna ađ ösla út og taka myndir.

Fyrsta myndin er tekin í Hornvík á Hornströndum í byrjun júli 1990, líklega eftir miđnćtti. Sólin var horfin undir sjóndeildarhring en vindar í háloftunum mótuđu ţessa fígúru. Minnir ađ um ţessar mundir hafi veriđ Evrópumót eđa heimsmeistaramót í fótbolta. Ţó fannst mér ţetta gćti sómt sér vel sem lógó fyrir handboltakeppni. Nokkrum andartökum síđar var ţetta horfiđ og hefur ekki sést síđan.

DSCN3994

Nćsta mynd er tekin viđ Höfn í Hornafirđi dag einn í september 2002. Ţá skall á hávađastormur, af norđaustri minnir mig. Svo virđist sem skýin bókstaflega freyđi um fjöllin austan fjarđarins og ţau hverfa hreinlega í einhverri rjómaleginni jafnađarmennsku.

Ţetta er ţó ekki algeng sjón á ţessum slóđum. Yfirleitt er veđráttan mjög góđ á Höfn, miklu betri en í Reykjavík, og hvergi í veröldinni fegurri fjallasýn eins og allir vita sem ţangađ hafa komiđ. Stókostlegir jöklar og einstaklega tilkomumikil fjöll.

Víkjum nćst til Ísafjarđar. Ţar gekk ég einu sinni sem oftar upp í Naustahvilft, skálina sem er í fjallinu handan Skutulsfjarđar og heitir Kirkjubólsfjall, held ég. Myndin er tekin í september 2005 og sólin var ađ setjast bak viđ Breiđdalsheiđi.

P0003333

Fjalliđ fyrir miđri mynd er Kubbur og háttar svo til ađ hann varpar skugga sínum til vinstri á myndina. Vegna ţess ađ fjalliđ er tiltölulega slétt ađ ofan verđur skugginn nćr láréttur, myndar eiginlega strik frá sólu.

Ţađ sem var eiginlega merkilegast kemur ekki fram á myndinni. Ţegar ţetta gerđist tók ađ rigna lítilsháttar á Kirkjubólshlíđina og örskömmu síđar hefur hitastigiđ lćkkađ ţví rigningin breyttist í svo undurfagra snjókomu. Ţessi atburđur var algjörlega ógleymanlegur

Ég á ţetta á hreyfimynd og birti kannski einhvern tímann.

Ţá er röđin komin ađ Húnaflóanum. Fjórđa myndin er tekin út um glugga á ţáverandi vinnustađ mínum viđ Ţverbraut og er horft í suđvestur.

P0002762

Sólin var ađ setjast um miđjan janúar 2001 og ţá blasti viđ ţessi undarlegi skýjasveipur sem er ekki í sjálfu sér svo ólíkur ţeim á fyrstu myndinni, ţađ er „lógóinu“ úr Hornvík. Ţví miđur ţolir myndin ekki mikla stćkku. Hef líklega ekki gefiđ mér tíma til ađ festa myndavélina, myndin er örlítiđ úr fókus en falleg er hún.

Á fimmtu myndinni sem tekin er um 16. ágúst 2001 er eins og mikill eldur logi nyrst á Ströndum. Horft er í norđvestur frá Blönduósi til Strandafjalla. Sólin er sest og hefur nćr bókstaflega kveikt í himninum. Takiđ eftir ţessum tveimur litum, ţeim gula og rauđa og hvernig ţeir blandast saman á óađfinnanlegan hátt. Myndin er tekin međ dálitlum ađdrćtti.

P0002840

Sjötta myndin er tekin skammt sunnan viđ Blönduós 27. ágúst 2001 og enn er horft í norđvestur til Strandafjalla á sólarlagiđ. Ţarna er skýjafariđ međ allt öđru móti. Skýjabylgjur stefna líklega frá vestri til austurs svo úr verđa hallandi strik séđ frá ţeim stađ er myndin var tekin.

Litirnir eru hinir sömu og á fyrri myndinni. Sá guli er hér dálítiđ fyrirferđarmeir. Sá rauđi minni en nćr ađ speglast í haffletinum. Ofar er dökkblár og svartur himinn.

Myndin er tekin međ frekar litlum ađdrćtti sem glögglega má sjá ef hún er borin saman viđ ţá fyrri.

P0005609

Á sjöundu myndinni sem tekin er í byrjun október 2002 eru geislar sólarinnar ótrúlega beinir geislar, hvítir og jafnvel svartir. Enn er hún ekki sjáanleg.

Sólin er enn handan Strandafjalla og skín á milli fjalla og fjallaskarđa. Fyrir vikiđ virđast sólstafirnir vera beinir. Geislar eru auđvitađ ekki svartir, heldur skín sólin sitt hvorum megin viđ eitthvert fjalliđ og skuggi myndast á milli.

Fremst á myndinni miđri er Heimilisiđnađarsafniđ á Blönduósi í byggingu, afar áhugavert og frćđandi safn. Hćgra megin er hvítt hús, gamli kvennaskólinn. Enn tala eldri Blönduósingar um hann međ glampa í augum. Ţangađ sótti ég konuna mína, segja karlarnir, og konurnar ţurrka tár af hvörmum viđ tilhugsunina um ţá góđu og gömlu daga.

P0005703

Síđasta myndin er tekin á Blönduósi í lok nóvember 2002 og er enn horft á sólarupprásina í norđvestri. Ţvílíkt skýjafar hef ég eiginlega aldrei á ćfi minni séđ og samspil ţess og geisla rísandi sólar er alveg stórkostlegt.

Jćja, ţetta urđu nú eiginlega fleiri myndir heldur en ég ćtlađi mér ađ sína og of mikill texti. Lćt ţetta nú samt fara í ţeirri von ađ einhver geti haft gaman af. Best ađ taka ţađ fram ađ ekkert hefur veriđ átt viđ myndirnar í Photoshop eđa međ öđrum forritum. 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband