Kæfandi umhyggja vinstri manna

Margir vinstri menn halda að fólk sé fífl, það hafi ekki sjálfstæða hugsun og sé síst af öllu óstutt fært að taka ákvarðanir. Um leið á þetta fólk að vera svo illa af guði gert að auðveldlega sé hægt að fá það til að skipta um skoðun, jafnvel með heimskulegum rökum.

Svo virðist sem að Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands sé einn af þeim mönnum. Hann var í viðtali í Speglinum á rás tvö í Ríkisútvarpinu í gær og í endursögn dv.is sagði hann þetta:

Þessi fundur sem LÍÚ boðaði til á Austurvelli er einn ömurlegasti atburður í sögu þessa lands, þar sem vinnuveitendur eru að hvetja og flytja fólk sem er í vinnu hjá þeim á slíka fundi,“ segir Svanur. Hann vill að ný lög um stjórn fiskveiða taki ekki gildi fyrr en þau hafi verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu og búið sé að kjósa nýjan meirihluta Alþingis. Þá geti þjóðin farið að snúa sér að einhverju öðru, enda kominn tími til.

Svo vildi til að ég fór á þennan útifund. Hitti þar fjölda fólks, nokkra þekkti ég jafnvel og tók fleiri tali. Svanur lætur að því liggja að vinnuveitendur hafi krafist þess að starfsfólk þess mætti á útifundinn og fólk hafi af hræðslu við að missa starf sitt mætt þar.

Ég hef sagt það áður og segi það aftur að á þessum fundir voru á annað þúsund manns, heilbrigt og duglegt fólk sem án efa hafa sína ákveðnu skoðanir á skattinum sem ríkisstjórnin leyfir sér að kalla veiðileyfagjald.

Þegar vinstri menn sjá almenning mótmæla á öðrum forsendum en þeirra er hlaupið í skotgrafirnar og vinnuveitendur sakaðir um heilaþvott. Ástæðan er einfaldlega sú að vinstri menn ætla sér að hugsa um almenning hvort sem hann vill það eða ekki. Þetta má kalla kæfandi umhyggju, rétt eins og þegar stóra, feita frænkan tekur litla strákinn í fangið og knúsar hann þar drengurinn nær ekki andanum lengur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband