Ásakar til að upphefja sjálfan sig ...

Sá sem stendur upp á Alþingi og ásakar annan þingmann um að vera drukkinn þarf annað hvort að vera illa innrættur eða hafa óyggjandi sannanir fyrir ákæru sinni. Nema auðvitað að hvort tveggja sé ...

Hér er naðusynlegt að fá svar við tveimur spurningum, í ljósi svarsins má ætla hvernig innræti Björns Vals Gíslasonar, þingflokksformanns vinstri-grænna, sé háttað. 

 

  • Myndi Björn Valur ásaka samflokksmann sinn um að vera undir áhrifum á þingfundi?
  • Myndi hann ásaka þingmann Samfylkingarinnar um að vera undir áhrifum á þingfundi?

 

Sé svarið við báðum jákvætt má gera ráð fyrir að maðurinn sé siðvandur og fari ekki í manngreiningarálit. Svo geta lesendur giskað á aðrar útkomur í þessum spurningaleik og fundið jafnframt út hvaða mann Björn Valur hefur að geyma. 

Hvað á að gera í svonaa tilfelli. Ég hygg að yrðu kurteisir og góðgjarnir þingmenn þess varir að þingmaður væri drukkinn myndu þeir hljóðlega benda honum á yfirsjón sína og hvetja hann til að fara heim. Gangi það ekki myndu þeir hinir sömu óska eftir því að viðkomandi flokksformaður eða jafnvel forseti þingsins hlutaðist til um málið.

Aldrei nokkurn tímann myndi nokkur maður hafa hátt um slíka yfirsjón nema því aðeins að hann ætlaði að koma viðkomandi illa og í leiðinni að upphefja sjálfan sig. 


mbl.is Sagði alþingismann vera drukkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það ætti að hafa áfengismæla tengda athvæðagreiðslunni á Alþingi. Þegar þeir breyta borðunum hjá þingmönnum mætt taka burtu "sit hjá" hnappinn þar sem að enginn sem situr á Alþingi er þangað kosinn til að hafa enga afstöðu til nokkurs máls.

Óskar Guðmundsson, 7.6.2012 kl. 11:42

2 Smámynd: corvus corax

"Sá sem stendur upp á Alþingi og ásakar annan þingmann um að vera drukkinn þarf annað hvort að vera illa innrættur eða hafa óyggjandi sannanir fyrir ákæru sinni". Björn Valur hefur ekki óyggjandi sannanir fyrir ásökunum sínum þannig að hann hlýtur að vera .............

corvus corax, 7.6.2012 kl. 12:46

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Björn Valur er það sem í Sveik kallast "labbakútur".

Óskar Guðmundsson, 7.6.2012 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband