Enginn stjórnarliði á þingfundi

Ég fylgdist með beinni útsendingu frá Alþingi af og til í gærkvöldi. Á tímabili var enginn þingmaður stjórnarliðsins á fundinum nema varaforseti Alþingis. Stjórnarandstæðingar gerðu athugasemdir við þetta og kröfðust þess að forseti smalaði inn í þingsal, að minnsta kosti formanni atvinnumálanefndar.

Stjórnarliðar halda því fram að um málþóf sé að ræða. Þeir telja sig ekki þurfa að hlutsta á rök gegn frumvarpinum um veiðigjald. Þetta er liðið sem talar á tyllildögum fjálglega um lýðræði, málfrelsi, stöðu löggjafarvaldsins gegn framkvæmdavaldinu, þjóðaratkvæði og svo framvegis. Fagurgalinn er mikill en svo þegar á reynir er skoðun þeirra þessi: „Ég einn veit, ég einn má.“ 

Hvernig er það annars, verða þingmenn ekki að sækja þingfundi eða geta þeir bara skroppið í bíó ef þeim leiðist?


mbl.is Kvöldfundur og ekkert samkomulag um þinglok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Athyglisverður pistill hjá þér Sigurður.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.6.2012 kl. 18:55

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er lágmark að þeir sem samþykkja kvöldfundi sitji þá fundi!

Stjórnarliðar hafa nú dag eftir dag samþykkt kvöldfundi á Alþingi, meðan stjórnarandstaðan hefur mótmælt slíkum fundum. Hvers vegna mætir þá ekki það fólk sem svo æst er í að nota kvöld og nætur til fundahalda á Alþingi?

Gunnar Heiðarsson, 7.6.2012 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband