Þingmaður án jarðtengsla

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með eldhúsdagsumræðurnar á Alþingi. Þar vall mærðin upp úr hverjum þingmanninum á fætur öðrum og ræðumenn Hreyfingarinnar vissu eiginlega ekki hvar þeir voru með hjal sitt.

Einna helst varð það Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem fór hamförum í gangrýni sinni á ríkisstjórnina, og Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra og formaður vinstri-grænna (úff, langur titill þetta ...) sem aftur á móti kenndi stjórnarandstöðunni um allt sem miður hefur farið og þakkaði ríkisstjórninni hitt.

Fleiri en ég eru á þeirri skoðun að umræðurnar hafi verið lítt áhugaverðar. Páll Vilhjálmsson, sá ágæti bloggari segir í fyrirsögn á bloggi sínu: „Jörð kallar: Magnús Orri, ertu þarna?“

Og það var ekki að ástæðulausu sem Páll tekur svona til orða:

Þingmaður Samfylkingar (auðvitað) sagði þetta á þingi í kvöld:

Hann sagði að jafnaðarmenn hafi talið það bestu leiðina til að losna úr baslinu að sækja um aðild að ESB. Þó hart sé sótt að þeim sem vilja aðild muni jafnaðarmenn halda sínu striki.

Höfundurinn er ekki góðkunningi af skjánum, sem stundum ráfar um alþingi kenndur, heldur Magnús Orri Schram.

Magnús Orri hefur áhyggjur af basli ungs fólks á Íslandi og vill ganga í ESB. Hann gleymdi að minnast á hvort í boði væri írsk, spænskt eða grískt atvinnuleysi - en prósentutalan hleypur á 15 til 50, eftir aldurshópum. 

 
mbl.is Játuðu aðild að úraráni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband