Uppbygging gönguleiđa á Íslandi

DSC_0018 varđa

Hvers vegna er átrođningur ferđamanna á gönguleiđinni milli Landmannalauga og Ţórsmerkur? Flestum er svariđ ljóst. Ástćđan er fyrst og fremst sú ađ hún er orđin svo ţekkt. Frá ţví á áttunda áratug síđasta aldar, ađ umferđ hófst um hana í einhverjum mćli, hafa fáar ađrar lengri gönguleiđir notiđ jafn mikilla vinsćlda.

Ferđafélag Íslands hefur gert út á ţessa gönguleiđ, raunar eignađ sér hana. Félagiđ hefur fjölgađ gistirýmum í Hrafntinnuskeri, viđ Álftavatn og Hvanngil og í Botnum og hyggst halda ţví áfram. Í mörg ár hefur veriđ uppselt međ löngum fyrirvara í flestar ferđir FÍ sem og ţćr fáu sem Útivist hefur bođiđ upp á. Ţá eru ótaldar ferđir á vegum annarra ađila, innlendra og erlendra ferđaskrifstofuađila. Síđast en ekki síst verđur ađ geta um ótrúlegan fjölda fólks, innlendra og erlendra, sem ganga ţarna á eigin vegum.

DSC_0053_110827_Hvera_64184

Ţá kemur ađ ţví, hvers vegna ađrar lengri gönguleiđir hafi ekki náđ viđlíka vinsćldum og Laugavegurinn. Af nógu er ţó ađ taka. Ástćđan er fyrst og fremst uppbygging Ferđafélagsins á Laugaveginum. Hún vekur traust hjá ferđafólki. Í öllum skálum eru skálaverđir og treysta má ţví ađ fá ađ minnsta kosti neyđarađstöđu ef eitthvađ bregđur útaf međ veđur og ég veit til ţess ađ skálaverđir reyna ađ fylgjast međ ţví ađ fólk skili sér í nćsta skála. Slćmu hliđarnar á ţessari uppbyggingu eru ţćr sem fćstir höfđu líklega búist viđ; of margir ferđamenn. Ţeir eru orđnir svo margir ađ jafnvel forseti FÍ hefur talađ um ađ gera ţurfi gönguleiđina ađ einstefnuleiđ svo göngufólk finni ekki eins mikiđ fyrir fjöldanum ...!

DSC_0075

Ferđafélagiđ Útivist hefur brotiđ blađ, byggt upp á gönguleiđir allt frá Langasjó í Bása og styttri kafla innan ţeirrar leiđar. Félagiđ hefur raunar eignađ sér ţessa gönguleiđ. Ţađ hefur byggt upp ađstöđu í Strútslandi sem svo er kallađ, svćđiđ sunnan Torfajökuls.

Ferđafélagiđ hefur lítiđ gert annađ en ađ bođa skálabyggingu á afar vinsćlli gönguleiđ yfir Fimmvörđuháls. Mađur hefđi nú haldiđ ađ jafn öflugt félag myndi sinna brautryđjendastarfi betur en sú fyrirćtlan ber vott um. Ţó verđur ađ segja sem er ađ deildir félagsins hafa veriđ afskaplega duglegar ađ byggja upp gönguleiđir. Nefna má skála og gönguleiđir í Kollumúla og Lónsörćfum sem fćstir ţekktu.

Langt er síđan FÍ byggđi skála viđ Ţverbrekknamúla og setti brú á Fúlukvísl. Međ ţví opnađist frábćr gönguleiđ frá Hveravöllum, um Ţjófadali, í Ţverbrekknamúla og ađ Hvítárvatni. Hún er talsvert vinsćl, ţó ekkert í líkingu viđ Laugaveginn.

Einstakir ađilar og sveitafélög hafa sýnt mikla útsjónarsemi viđ uppbyggingu stytttri gönguleiđa og má til dćmis nefna gönguleiđir viđ Borgarfjörđ eystri. Afskaplega fallegt land um víkur og í Dyrfjöll. Allt ţar til mikillar fyrirmyndar.

image001

Uppbygging gönguleiđa er dýr fer oft fyrir bí vegna ţess ađ ţeir sem um slík mál véla hafa ekki reynslu í gönguferđum. Sama er međ byggingu skála. Margir hafa misheppnast í byggingu vegna ţess ađ arkitektarnir hugsuđu meira um útlit og stíl en not svo úr hafa orđiđ ţađ sem jafnvel sem nefna má ónot.

Innan Útivistar og Ferđafélags Íslands og deilda ţess er mikil reynsla í uppbyggingu skála og gönguleiđa. Ţar eru starfandi öflugir liđsmenn, fólk sem ber virđingu fyrir náttúru og umhverfi. Ţetta fólk ţarf ađ virkja í uppbyggingu fleiri gönguleiđa. Ţađ er einfaldasta, ódýrasta og skynsamasta leiđin. Félögin eiga ţó hvort um sig nóg međ rekstur sinn og hafa greinilega ekki mikiđ fjármagn né kraft aflögu til ađ leggja í nýtt landnám. Hafi stjórnvöld áhuga á ađ sinna ţessum málum er ćtti ekkert annađ ađ koma til greina en ađ nýta sér sjálfbođaliđastarf í félaganna og öđrum smćrri víđa um land.

boginn b

Árleg fjárhćđ upp á ađeins eitt hundrađ milljónir króna sem lagđar vćru árlega í uppbyggingu gönguleiđa og skála vćri vel variđ. Ég fullyrđi ađ áđurnefnd félög myndu saman geta tvöfaldađ ţessa fjárhćđ međ ţví ađ safna styrkjum og leggja til sjálfbođaliđa í verkefnin. Sé skipulega gengiđ í ađ málum er trúlegt ađ straumur ferđamanna myndi jafnast út um landiđ og enginn einn stađur líđa fyrir átrođning. Ţađ er auđvitađ markmiđ í sjálfu sér.

Međfylgjandi myndir eru teknar viđ veginn yfir Kjöl. Nćst neđsta myndin sýnir haganlega gerđan steinboga sem einhverjir ferđamenn höfđu byggt á tveimur klettum fyrir um tíu árum. Áriđ eftir hafđi hann hruniđ eins og sjá má á neđstu myndinni. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband