Hver ætlar að taka skipulagsstjórann á beinið?

Svæðið er nú skipulagt sem opið, óbyggt svæði en Ólöf segir að m.a. í ljósi þess að fyrir séu fjarskiptamannvirki á fjallinu, raunar minni en þau sem til stendur að reisa, hafi verið litið svo á að heimildin rúmist innan aðalskipulags.
 
Þetta er haft eftir Ólöfu Örvarsdóttur, skipulagsstjóra Reykjavíkurborgar í grein í Morgunblaðinu í morgun á bls. 9. Sé þetta rétt má með rökum fullyrða að henni hafi orðið á gríðarleg mistök í Úlfarsfellsmálinu. Samt er ekki nokkra eftirsjá er ekki hægt að greina í viðtalinu. Þvert á móti.
 
Framar öðru ber Reykjavíkurborg að krefjast ásættanlegs verklags umsækjenda og verktaka þeirra, innan borgar sem utan. Borginni ber sérstaklega að gera verktökum ljóst hvernig eigi að standa að framkvæmdunum til þess að sem minnst röskun verði á náttúrulegu umhverfi.
 
Staðreyndin sem Ólöf skipulagsstjóri og aðrir gleyma er að stór hluti óbyggðs lands á höfuðborgarsvæðinu er notað til útivistar. Illa skipulagðar framkvæmdir og enn verri framkvæmd þeirra valda almenningi ástæðulausum leiðindum. Við þurfum að horfa upp á mistökin í langan, langan tíma og raunar getur verið að þau hverfi ekki á mannsaldri. Svona sár í umhverfinu eru ekkert skárri en för eftir bíla eða mótorhjól á veglausu landi.
 
Úlfarsfell er útivistarsvæði, hvort sem einhverjir starfsmenn sveitarfélags samþykkja það eða ekki. Og ekki þarf útivistarsvæði til að krefjast almennilegra vinnubragða af hendi stjórnvalda og verktaka.
 
Hver ætlar að taka Ólöfu Örvarsdóttur og starfsfólk skipulags- og byggingarsviðs, Vodafone og verktakana á beinið og útskýra málið fyrir þeim?
 
Borgarstjórinn eða formaður borgarráðs? Kanntu annan?
 
Fyrir vikið verður Úlfarsfellsmálið aldrei það fordæmi sem það þarf að vera og borgin heldur áfram handabaksvinnubrögðum sínum. Vodafone og verktakarnir hlægja að bara að okkur, þessum kverúlöntum sem leyfa sér að gagnrýna þá.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband