Heimskuleg "ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla"
4.4.2012 | 08:58
Venjulega hefur almenn skynsemi getað dugað venjulegum manni sem fengið hefur þokkalegt uppeldi og aflað sér þekkingar eftir því sem árunum fjölgar. Bara í ljósi almennrar skynsemi er klárt að leiksýning ríkisstjórnarinnar og meirihluta hennar á Alþingi um svokallaða ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu hefur kolfallið. Raunar var það svo á sjálfu þinginu þó svo að þeir sem héldu málinu fram væru á þeirri skoðun að um væri að ræða þjóðaratkvæðagreiðslu sem skipti máli.
Hafi einhver verið í vafa um rökin fyrir andstöðu Sjálfstæðisflokksins við þessari atkvæðagreiðslu ætti sá að skilja málið betur eftir að hafa lesið óvenju skýra grein Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, alþingismanns, í Mogganum í morgun.
Guðlaugur telur upp spurningar sem orka í það minnsta tvímælis, nema því aðeins að viðkomandi ráði yfir almennri skynsemi.
1. spurning. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá? [...]
Þess má geta að tillögur stjórnlagaráðs eru í 115 greinum.
Augljóst er að skilgreina þarf viðfangsefnin mun betur; hvað er átt við með að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar? Óbreyttar? Í heild? Að hluta og þá að hve miklu leyti? Hvaða tillögur? Er það skýrt í hugum fólks sem mætir á kjörstað hvaða tillögur er verið að tala um, hvað þær innihalda og þýða?
Og svo á að svara já eða nei ...
2. spurning
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?
Hvað átt er við með náttúruauðlind, er það hafið? Fiskurinn? Jarðvarmi? Fallvötnin? Fallegir staðir sem nýta má í þágu ferðamanna?
3. spurning
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi? Já eða nei.
Þjóðkirkja hvað? Hvernig ákvæði? Er verið að vísa til skilgreiningar á þjóðkirkju líkt og hún hefur verið skilgreind fram til þessa? Hvernig hefur hún verið skilgreind fram til þessa? Er það skýrt í hugum fólks? Hafa allir sama skilning á því?
4. spurning
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er? Já eða nei.
Persónukjör hvað þýðir það? ... heimilað í meira mæli en nú? í hve miklum mæli og hvernig væri því háttað? Þetta þarf að skýra. Hér er um að ræða óskýra hugtakanotkun og ekki fyrirfram gefið að allir skilji á sama veg.
5. spurning
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt? Já eða nei.
Þetta er óvenju skýrt.
6. spurning
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosn- ingarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu? Já eða nei.
Tiltekið hlutfall hve hátt hlut- fall geti krafist þess að mál hvernig mál? Öll mál? Fari í þjóðaratkvæðagreiðslu? Hvernig verður því háttað?
Niðurstaðan er sú að þetta hefði aldrei getað orðið þjóðaratkvæðagreiðsla eða fullburða könnun um hugmyndur um stjórnarskrá. Þetta var bara hrákarsmíði til þess ætluð að róa nokkra þingmenn og þá sérstaklega þingmenn Hreyfingarinnar, sem voru keyptir með þessu til að styðja ríkisstjórnina.
Og nú sjá flestir að upphrópanir formanns stjórnlaga- og eftilitsnefndar Alþingis um að stjórnarandstaðan þori ekki að leggja mál undir dóm kjósenda er tóm vitleysa. Meira að segja innan stjórnarliðisins er fólk sem þorir að leggjast gegn heimskulegum verkefnum sem engu mun skila.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:44 | Facebook
Athugasemdir
Hvar er lykilspurningin: Viltu setja inn ákvæði sem heimilar framsal fullveldis til erlendra ríkja og stofnana?
Sú grein er meginástæða þessa stjórnlagaóráðs. Hvers vegna kemur þetta lið sér hjá að nefna þetta á nafn? Ætla þau að ákeða þann hluta sjálf?
Ef þetta ákvæði verður samþykkt, þá þarf enga stjórnarskrá.
Bætið landráðagreininni á spurningalistann og ég skal hugleiða að krossa við þetta bull.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.4.2012 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.