Skilgreininar kratans á feminismanum

́Ég veit þó það að þegar einhver segir „ég er femínisti“, þá er það álíka ónákvæm skilgreining og ef einhver segir „ég er pólitískur“. En pólitískur hvað – kommúnisti, kapítalisti, sósíaldemókrati, falangisti? Allir þessir flokkar ætla sér eins og femínistar að bæta líf einstaklinga og þjóða. 
 
Þetta skrifar í Morgunblaðið í morgun einn af ritfærustu liðsmönnum jafnaðarmanna hér á landi, Birgir Dýrfjörð, og fjallar hann um femínisma. Skilur ekkert í honum frekar en annað venjulegt fólk, en gerir þó meira, reynir að kryfja hugtakið til mergjar með hrikalegum afleiðingum. Hann sér svona helstu femínistahópanna:
  • Frjálslyndur femínismi tekur einstaklinginn fram yfir samfélagið. Þar á konan sig sjálf. T.d. er það hennar einnar að taka ákvörðun um fósturvöxt í eigin líkama. 
  • Kommúnískur femínismi hafnar skilgreiningu frjálslyndra femínista um rétt og frelsi einstaklinga. Hjá kommúnískum femínistum felst leið konunnar til frelsis í möguleikum hennar til vinnu utan heimilis. Því er móðurhlutverkið skilgreint sem fjötur á konum, sem samfélaginu ber skylda til að leysa. Kommúnískir femínistar hvetja til að konur hafi börn sín á uppeldisstöðvum og heimsæki þau eftir þar til settum reglum.
  • Kristinn femínismi herbergjar mörg afbrigði af ólíkum skoðunum kirkjudeilda og einstaklinga á stöðu konunnar og á frjálsum vilja hennar og siðferðisvitund. Er frjáls siðferðisvitund syndsamlegur farvegur freistarans að mannssálinni eða er hún leiðin að uppfyllingu fyrirheita um samfélag með Guði? 
  • Póstmódernískur femínismi gagnrýnir og hafnar patentlausnum þeirra sem höggva í stein einfaldaðan stórasannleika og skúffukenningar um orsakir kvennakúgunar. Gagnrýni þeirra getur orðið svo óvægin að talsmenn annarra gilda verða „orðlausir“.
Auðvitað er maður gáttaður á öllum þessu litrófi feminismans og málin eiginlega þannig orðin vaxin að útilokað er að taka afstöðu nema á þeim grundvelli að einstaklingurinn á sig sjálfur og samfélagið hefur engan rétt til þvingunaraðgerða.
 
En Birgir segir í lokin og ég held að flestir hljóti að vera sammála honum:
 
Þegar einhver segir „ég er femínisti“ finnst mér eðlilegt að spyrja: femínisti hvað?
Að auki hendir að fólk þjakað af refsihneigð og flengingaþörf reynir að göfga vanlíðan sína undir hylmingu femínisma og svala henni þannig með árásum á einstaklinga.
Það fólk veldur skaða og kemur óorði á femínisma eins og ofneytendur á brennivín. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband