Davíð heilsaði ekki forseta Hæstaréttar, ja hérna ...

Vonsku Davíðs Oddssonar, fyrrum forsætisráðherra, virðast hafa verið lítil takmörk sett. Nú hefur blaðamaður farið ofan í pólitískar stöðuveitingar í Hæstarétti og fundið út að allt hafi þar riðlast vegna mannsins. Í morgunútvarpi rásar 2 mátti heyra eitthvað um greinina sem birtast mun á morgun og viðtal var við Sigríðu Dögg Auðunsdóttur, blaðamann og höfund greinarinnar.

Hún rakti málavexti allt aftur til dóma Hæstaréttar 1998 og 2001  sem Davíð á að hafa mislíkað.

Hún á þó að hafa rætt við núverandi og fyrrverandi starfsmenn réttarins. Hæstaréttardómarar eru 12 en voru 8 meðan Davíð var forsætisráðherra. Allt eru þetta nafnkunnir menn og konur og því gagnslítið að skýla sér á bakvið nafnleynd nema því aðeins að höfundur hafi talað við t.d. helming dómara. Lítur þá málið öðru vísi út.

Höfundur nefnir að Davíð hafi ekki heilsað Guðrúnu Erlendsdóttur, forseta hæstaréttar, við opinber tækifæri í heilt ár eftir að tiltekinn dómur féll. Vá ... Hver skyldi hafa verið til frásagnar um þetta, Guðrún eða einhver annar?

Bandalag ku hafa myndast innan Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, sem er núverandi forseti réttarins, gegn Ólafi Berki Þorvaldssyni og Jóni Steinari Gunnlaugssyni. Sem sagt Markúsarmenn og Davíðsmenn. Jón Steinar mun hafa verið með meira en helming sérálita í dómum réttarins frá því hann var skipaður þangað. Sé það merki um flokkadrætti að Jón Steinar hafi skilað séráliti þá skil ég það ekki né heldur hvernig það snertir Davíð Oddsson.

Allt finnst mér þetta dálítið sérkennilegt hjá höfundinum og því bíð ég auðvitað eins og aðrir spenntur eftir enn einni árásinni á Davíð Oddsson og hvernig hann hefur stundað skemmdarstarfsemi innan Hæstaréttar, til dæmis með því að heilsa ekki forseta réttarins.

Í lokin var Sigríður Dögg spurð að því hvort hún hefði talað við Davíð við gerð greinarinnar.

Hún svaraði stuttlega, nei!

Þá hafa líklega fleiri en ég brosað út í annað.

En það er flott PR að fara í morgunútvarpið og kynna blaðagrein sem birtast á daginn eftir. Og ekki er ég hissa á útvarpsmönnum að falla fyrir enn einni sönnuninni um vonsku Davíðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband