Ofskattur Hagnaður Skógarfossson tjáði mér
19.2.2012 | 16:53
Á veitingastað í miðborg Reykjavíkur er sex manna borð úti við glugga. Vikulega hittist þar afskaplega skemmtilegt fólk og spjallar saman í rúman klukkutíma, skiptist á skoðunum og hlær dátt og slær sér á lær. Mest verða þó hlátrasköllin þegar farið er yfir þau nöfn sem Mannanafnanefnd hefur samþykkt.
Þessi litli hópur hefur nefnilega það á dagskránni að búa til nöfn og sér til ánægju sendir hópurinn formlegt bréf til Mannanafnanefndar og biður um samþykki á nýjum nöfnum. Þetta er nefnilega hópur sem markað hefur sér stefnu til framtíðar.
Til hópsins teljast mestumpart skynsamt fólk sem stúderað hefur svör Mannanafnanefndar en það eru æringjarnir sem ráða ferðinni. Nú er komið í ljós að til að fá samþykki nefndarinnar verður helst síðari eða síðasti liður nafnsins að vera íslenskt. Best ef allir hlutar í samsettu nafni séu íslenskir. Þess vegna fær Ektavon samþykki. Næst er því að fá Skárrivon samþykkt. Borin von er að Borinvon fáist samþykkt.
Nicoletta fær ekki samþykki og því verður næst sótt um að fá viðurkennt kvenkynsnafnið Nikótína (samanber Jósefína). Einnig verður sótt um kvenkynsnöfnin Ommiletta (samanber Nicoletta), Kótiletta, Halía og Mjöðm.
Karlkynsnöfnin Huppur, Pungur, Kjálki og Breiðifoss þykja einnig vænlegt á ómálga og varnarlaus börn sem þurfa að burðast með þessi nöfn alla ævi.
Og svokölluð Mannanafnanefnd verður að taka fyrir öll bréf og svara þeim málefnalega þó borðliggjandi sé að verið er að gera at í henni. Þetta segir mér að minnsta kosti maður sem nefndur er Ofskattur Hagnaður Skógarfossson, vararformaður hópsins sem getið var um í upphafi.
Nöfnin Ermenga og Úlftýr samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.