Glamúr og mannréttindabrot

Alveg tilgangslaust er að sækja einhverja glamúrsamkomu í landi þar sem mannréttindi eru brotin og vanvirt eins og í Aserbaídsjan. Við eigum einfaldlega að fylkja okkur um skoðun Páls Hjálmtýssonar, söngvara, og mæta ekki. Skiptir ekki nokkru máli þó enginn fylgi okkur, samviskan verður einfaldlega betri og þjóðin sefur vært.
mbl.is Evróvisjón í skugga kúgunar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Legg til að við förum hvergi og spörum þessa milljónatugi sem þátttakan okkar mun kosta okkur.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 22:08

2 Smámynd: Njörður Helgason

RUV sendir friðarsinnann Ólaf Ragnar til Landtbortistan. Hann getur kíkt til Kína í leiðinni.

Njörður Helgason, 9.2.2012 kl. 10:03

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Eins gott að stjórnvöld í Aserbaídsjan viti ekki af háttsemi stjórnenda lífeyrissjóða landsins og þeirri "bankastarfsemi" sem tíðkaðist á árunum hér fyrir hrun. Þeir myndu óðara banna öllum ríkisborgurum sínum að heimækja bananalýðveldið Ísland í nánustu framtíð vegna mannréttindabrota sem framin hafa verið á íslenskum ríkisborgunum.

----

Í alvöru: Höfum við virkilega efni á því að benda á að aðrar þjóðir eru "vondar" við sitt fólk?

Guðmundur St Ragnarsson, 9.2.2012 kl. 11:23

4 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Ja kanski ættum vid ad sytja heima eda hvad attum vid ta ekki lika ad sytja heim tegar kepnin var haldin i Ruslandi-Ukrainu-Serbiu-Tyrklandi bara sem dæmi,tvi ekki eru manrettindabrotin minni i tessum løndum-ju ad ogleimdu irael???,verd nu ad vidurkenna ad mer fynst tetta fylla alt of mikid i frettum a sama tima kemur sma klausa um ad nu hafi verid drepnir 63 obreittir borgarar Syrlandi,en tar sem tad er greinileg hvorki rithøfundar eda tonlistarmenn sem hafa ahuga a tvi ta skiftir tad ekki mali

Þorsteinn J Þorsteinsson, 9.2.2012 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband