Spánska veikin á Íslandi
27.1.2012 | 09:05
Í frétt mbl.is segir að á Spáni, því ágæta ESB ríki, gangi tæplega fjórðungur þjóðarinnar um án atvinnu. Vissulega geta stjórnvöld hér á landi bent á Spán og sagt að á Íslandi sé aðeins tæplega 8% atvinnuleysi.
Staðreyndin er hins vegar sú að ríkisstjórn Íslands hefur fátt tekist til að minnka atvinnuleysi. Það sem kemur henni til bjargar er flótti til annarra landa, einnig sú staðreynd að fjöldi fólks hefur hætt á atvinnuleysisskrá og farið á námslán og svo þeir sem eiga alls engan rétt til atvinnuleysisbóta en þetta eru þeir sem voru með eigin rekstur. Líklega má gera ráð fyrir að með öllu sé atvinnuleysi á Íslandi í raun og veru um 16%. Þá er ekki langt í spönsku veikina ...
Og á meðan allt er í kalda koli í atvinnumálum þjóðarinnar eyðir ríkisstjórnin mikilli vinnu og milljörðum króna í að koma þjóðinni úr öskunni í eldinn, í ESB. Og formaður annars stjórnarflokksins, sem nýlega hefur lýst yfir andstöðu við aðild að þessu ríkjasambandi, segir kokhraustur að nú séu alvöruviðræður að hefjast við ESB.
Skyldi maðurinn vita um atvinnuleysið á Spáni?
22,85% atvinnuleysi á Spáni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.