Jóhanna sem stundum treystir þjóðinni

Stundum er allt svo fyndið svo maður getur jafnvel hlegið af mistökum og misskilningi náungans. Til eru þeir sem hlægja hæst ef einhver dettur og meiðir sig. Það á þó ekki við í þessu tilviki. Ég rakst á skondna klausu á amx.is. Þar er þetta haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, sem lét eftirfarandi orð falla í gær í umræðunum um ESB:
 
Varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu og ESB, þá er munurinn á mér og Vigdísi Hauksdóttur að ég treysti þjóðinni til að meta það hvort hún vilji þá samninga sem við komum með þegar samningsferlinu er lokið.

Og er ekki nema eðlilegt að á amx sé spurt:
 
Er þetta sama Jóhanna Sigurðardóttir og lagðist gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave samkomulagið? Er þetta sú sama og lagðist gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um aðild að ESB? Eða sú sama og neitar að halda almennar kosningar?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er skondið, og það er nú þegar ljóst að þar sem við fáum ENGAR VARANLEGAR UNDANÞÁGUR frá einu eða neinu, er um ekkert að semja, enda er ekki verið í samningferli heldur aðlögunarferli sem er allt annar hlutur.  Og svei mér þá ég myndi heldur vilja hafa Vigdís í sporum Jóhönnu, manneskjan er gegnum frosin af frekju og heift.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2012 kl. 16:04

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Einmitt!!!

Hvenær opnast augu almennings?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.1.2012 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband