Eru dómstólar tilraunastofur?

Viðbrgöð margra þingmanna og fjölmargra annarra við fyrirhuguðum umræðum á þingi um tillögu Bjarna Benediktssonar um að landsdómsákærunni gegn Geir H. Haarde, fyrrum forseætisráðherra, vekja undrun.

Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ritar afar góða grein í Morgunblaðið í dag og fjallar um landsdómsmálið og ummæli einstakra þingmanna. Hann segir:

Þingmenn eins og aðrir geta haft misjafnar skoðanir á því hvort rétt sé að afturkalla ákæruna á hendur Geir H. Haarde. Að koma í veg fyrir að þingmenn taki málið aftur upp, meðal annast á grundvelli þess að landsdómur hefur þegar vísað veigamiklum ákæruliðum frá, á ekkert skylt við sanngirni. Hótanir sem byggðar eru á lögleysu eru ekki til marks um að þingmenn vilji tileinka sér ný vinnubrögð. Rangfærslur um að Alþingi hafi ekkert lengur með lögsóknina að gera eru til þess að blekkja almenning.

Auðvitað er þetta rétt hjá Óla Birni. Í orði kveðnu eiga réttarhöldin yfir Geir H. Haarde ekki að vera pólitísk en engu að síður hafa þau orðið það. Þar að auki virðast málin vera eitthvað blandin meðal þeirra sem tóku ákvörðun um ákæruna. Sumir halda því meðal annars fram að hún snúist um stjórnmálaskoðanir og stefnu. Jafnvel hafa þingmenn haldið því fram að ákæra sé tilraun til að ákvarða um sök eða sakleysi. Óli Björn segir í grein sinni:

Í Kastljósi Ríkissjónvarpsins 16. desember sl. gekk Magnús Orri enn lengra og spurði hvort ekki væri farsælast fyrir Geir H. Haarde, væri hann saklaus, „að fá stimpil á það frá landsdómi um að svo sé“.

Er svona málflutningur sannfærandi? Nei, svo virðist sem að þingmaðurinn viti hreinilega ekkert um ákæruna eða um hvað verið er að fjalla með henni.

Í niðurlagi greinar sinnar segir Óli Björn:

Björn Valur Gíslason skrifaði á heimasíðu sína 8. júní á liðnu ári: „Ég hef ekki hugmynd um hvort Geir H. Haarde er sekur eða saklaus.“

Hvernig ætli Birni Val myndi líða ef hann sætti ákæru og síðan kæmi yfirlýsing frá ákæruvaldinu um að engin sannfæring væri fyrir sekt – það hefði „ekki hugmynd“ um hvort Björn Valur væri sekur eða saklaus?

Björn Valur og Magnús Orri líta á dómstóla sem eins konar tilraunastofur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband