Ólík nálgun innanríkisráđherra og lagaprófessors
17.1.2012 | 16:00
Ólíkt hafast menn ađ. Innanríkisráđherrann lýsir ţví yfir í Morgunblađinu í dag ađ hann hafi gert mistök og ekki hafi átt ađ draga Geir H. Haarde, fyrrum forsćtisráđherra, einan fyrir Landsdóm. Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor, ritar einnig grein í Morgunblađiđ í dag ţar sem hann fer málefnalega yfir grundvöll kćrunnar og kemst ađ ţeirri niđurstöđu ađ kćran á hendur Geir fyrir landsdómi sé ekki trúverđug, vikiđ hafi veriđ frá mikilvćgum reglum um höfđun sakamála.
Ţó báđir virđist á sama máli um ađ draga beri kćruna til baka er mikill munur á rökfćrslu ţessara tveggja manna. Annar er pólitíkus og veđur á súđum, kjaftar um allt sem honum dettur í hug í einhvers konar söguskýringum sem ţó halda ekki vatni. Hinn er frćđimađur, nálgast umrćđuefni á akademískan hátt, er rólegur í frásögn sinni, setur fram rök og dregur ályktanir og er sannfćrandi.
Auđvitađ er ţađ afar leitt ađ vel skynsamur mađur eins og innaríkisráđherra vissulega er skuli ekki kunna rökrćđuna betur en hann gerir. Fyrir ţví eru auđvitađ margvíslegar ástćđur sem eiga rćtur sínar ađ rekja í pólitískum uppruna.
Ţó ég sé fyllilega sammála ráđherranum um ađ rétt sé ađ hćtta viđ ákćruna ţá er afskaplega margt í blađagreininni sem orkar tvímćlis og margt tel ég beinlínis rangt. Ađ auki hefđi hún mátt vera helmingi styttri en ađ móti kemur sú stađreynd ađ greinin er öđrum ţrćđi málvörn gegn samherjum sem hann vissi ađ myndu missa stjórn á sér vegna afstöđu hans.
Ég er til dćmis ekki á ţví ađ skýrsla rannsóknarnefndar Alţingis hafi í öllu veriđ jafn góđ og margir vilja vera láta. Siđfrćđihluti skýrslunnar er til dćmis ekki arfaslakur. Höfundar eru taka ţar beinlínis pólitíska stöđu sem bitnar á Sjálfstćđisflokknum og frjálslyndum stjórnmálaviđhorfum. Skýrslan sú skýrir fátt.
Ögmundur heldur ţví fram ađ veđsetning kvótans marki upphaf útrásarćvintýrisins sem Sjálfstćđisflokkurinn hafi kynnt undir. Ţetta er beinlínis rangt. Međ ţessu er Ögmundur einfaldlega ađ lýsa ţví yfir ađ Íslendingar geti ekki rekiđ skammlaust sinnt fyrirtćkjarekstri nema hann sé undir stjórn ríkisins. Ţarna skilur mikiđ ađ í viđhorfi. Veđsetningin er einfaldlega hluti af rekstrargrundvelli útgerđarinnar.
Menn ţekkjast af orđtaki ţeirra, ekki síst ef ţeir segjast vera alţýđumenn, sósíalistar. Frasamenningin getur hins vegar leitt mann í ógöngur. Ögmundi virđist sem ađ fjármálakerfiđ sé orđin einhvers konar afl í ţjóđfélaginu sem lúti einni stjórn og einum vilja og ţađ helst glćpsamlegum. Hann virđir ađ vettugi ţá stađreynd ađ Ríkisendurskođun hefur fariđ ofan í saumanna á einkavćđingum helstu fyrirtćkja í eigu ríkisins og komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ ţrátt fyrir einhverja annmarka hafi hún fariđ mjög eđlilega fram. Ţrátt fyrir ţađ hefur Ögmundur og liđiđ í kringum hann og Samfylkinguna reynt ađ gera einkavćđinguna tortryggilega. Raunar hefur markmiđiđ hans veriđ ađ ţví lengra sem líđur frá einkavćđingartímanum ţví glćpsamlegra á hann ađ hafa veriđ.
Hafi Ögmundur ekki trú á samlöndum sínum til ađ eiga og reka símafyrirtćki, mjölvinnslufyrirtćki, banka og annađ ţá á hann bara ađ segja ţađ hreint út. Stađreyndin er hins vegar sú ađ Ögmundur er uppalinn sem kommi, vinstrimađur, sem bregst ekki uppruna sínum. Hann og ađrir slíkir munu aldrei samţykkja ađ einkaađilar hafi međ höndum nokkurn rekstur. Helst af öllu vildi hann ađ ríkiđ sći um sölu mjólkur í sérstökum mjólkurbúđum, setjarar vćru enn í prentun, ríkiđ sći um útvarpsrekstur ... Ć, fyrirgefiđ. Ţannig er ţađ víst enn í dag en sem betur fer er ríkiđ ekki eitt á ţeim markađi ţó ţađ gíni yfir honum öllum.
Fyrir hrun mátti ekki styggja á nokkurn hátt bankanna sem höfđu veriđ einkavćddir. Enginn vissi hvađ ţar var ađ gerast innandyra. Ţeir hótuđu ađ yfirgefa landiđ vćri snert viđ ţeim á einhvern hátt og pólitískir varđhundar og fjölmiđlar í pólitískum leik pössuđu upp á bankamenn og útrásarvíkinga.
Ţrátt fyrir allt get ég tekiđ undir međ Ögmundi í niđurlagsorđum hans: Ef einblínt er á sekt einstakra manna er líklegt ađ viđ missum sjónar á flóknu samspili einstaklingsathafna viđ félagslega, menningarlega og efnahagslega ţćtti og ađ viđ förum á mis viđ ţá lćrdóma sem draga ţarf af svo miklum atburđum.
Hins vegar má aldrei láta einskćra pólitík leiđa dómsvaldiđ í landinu. Ţá er gott ađ hafa fyrirmynd í nálgun Stefáns Más Stefánssonar lagaprófessors sem getiđ var í upphafi. Hún leiđir okkur nćr málavöxtum en pólitískar upphrópanir sem Ögmundur freistast til ađ grípa til. Ţćr skila engu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Áđur en menn lesa Rannsóknarskýrslu Alţingis er mönnum holt, ađ lesa fyrst bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar íslenskir kommúnistar. Ţar kemur fram ofstćki kommúnista og trúarrugl ţeirra á kommúnismann.Rannsóknarskýrsla Alţingis er fyrst og fremst pólitískt ruglrit.
Sigurgeir Jónsson, 17.1.2012 kl. 21:11
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.