Þingmaður kallar ráðherra sinn sótraft

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, kallar samflokksmann sinn, Ögmund Jónasson, innanríkisráðherra, sótraft. Og hvað þýðir það orð. Tja ... þetta er ekki beinlínis gæluorð, gæti merkt það sama og lúsablesi eða sá sem ekki er dugandi.

Hitnar þannig ærlega í kolum Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs af því einu að sumum þykir ósanngjarnt að draga fyrrverandi ráðherra fyrir Landsdóm. Um leið var búið að falsa bókhaldið og ráðherrar Samfylkingarinnar undanskildir allri ábyrgð.

En mikið skelfingar ósköp er nú leiðinlegt að sjá virðulega þingmenn missa gjörsamlega stjórn á sér í þessu máli. Uppnefni og heiftarorð hjálpa engum málstað ekki frekar en einelti og ódrengskapur. Ljóst er að engin eining er með pólitíska árás á Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, mælir vel í grein sinni í Mogganum í morgun. Hann segir þar meðal annars:

Mistökin sem ég kalla svo, voru þau að stöðva ekki atkvæðagreiðsluna, þegar sýnt var að hún var að taka á sig afskræmda flokkspólitíska mynd, og gefa þingmönnum ráðrúm til að íhuga málið nánar. Mér segir svo hugur að við þá íhugun hefðu margir sem greiddu atkvæði með málsókn kosið að láta eitt yfir alla ganga í stað þess að setja alla ábyrgðina á herðar eins manns. Þar tala ég fyrir sjálfan mig.

Að öðru leiti vil ég taka það fram að margt vitlaust er í þessari grein Ögmunar. Kannski að ég komi að því í nýjum pistli síðar í dag.

 


mbl.is Árni Þór: „Flestir sótraftar á sjó dregnir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það er ótrúlegt að sótrafturinn Árni Þór (sem vann sinn stærsta leiksigur í eggjakastinu sællar minningar) skuli kalla Ögmund sótraft. Og svo er Lyga-Mörður enn við sama heygarðshornið fullur vandlætingar á því að Ögmundur skuli láta sér detta í hug að þingmenn samfylkingarinnar hafi skipulagt atkvæðagreiðslu sína til að koma undan ákæru tveimur af sínum flokksfélögum. Fyrir mína parta dettur mér ekki einu sinni í hug að samfylkingarhyskið hafi EKKI haft um atkvæðagreiðsluna samantekin ráð svo augljóst var pólitíska plottið hjá þessu svikula hyski. Aðförin að Geir Haarde í þessu máli er með ólíkindum þegar þess er gætt að tveir samfylkingarráðherrarnir voru miklu sekari en hann en það voru þau Björgvin (með aulahætti) og Ingibjörg-ekki-þjóðin-Sólrún með hroka og undirferli gagnvart öðrum ráðherrum úr eigin flokki. Það er hverju barni ljóst að um hápólitíska aðför að Geir er að ræða hvað sem Lyga-Mörður hneykslast með vandlætingarsvip.

corvus corax, 17.1.2012 kl. 16:39

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

 „flestir sótraftar á sjó dregnir“ til varnar Sjálfstæðisflokknum er haft eftir þingmanninum. Flokksfélag VG í Reykjavík ályktar um nauðsyn þess að gera upp við frjálshyggjuna og hrunið með málsókninni fyrir Landsdómi.

Nú er það svo að samkvæmt málskjölum eru hvorki hugmyndafræðin frjálshyggja né stjórnmálaflokkurinn Sjálfstæðisflokkur sóttir til saka í Landsdómsmálinu. Einstaklingurinn Geir Haarde, sem gegndi embætti forsætisráðherra, skal ákærður fyrir brot í starfi sem varða við lög um ráðherraábyrgð.

En á ögurstundu missa menn út úr sér það sem þeir eru að hugsa, og opinbera á ömurlegan hátt þau mótíf sem ráðið hafa gerðum þeirra.

Flosi Kristjánsson, 17.1.2012 kl. 20:11

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ögmundur til varnar. Hann er ekki kominn til varnar neinum nema Geir. Og auðvitað er málsóknin pólitísk. Þeir glopra því útúr sér í hita leiksins.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 17.1.2012 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband