Aðeins einn maður sleppur við gagnrýni Jóns Baldvins

Framar öllu þarf að leggja Jón Baldvin niður ... eða þannig Hann er einn af þessum málglöðu mönnum sem jarma um allt og alla. Besservisserinn. Það er auðvitað réttur hvers og eins.

Hann gagnrýndi forvera sinn, formann Alþýðuflokksins. Sagði hann ekki „fiska“ og því þyrfti að skipta um karlinn í brúnni. Jón var þá kosinn. Hann náði að vera ráðherra í nokkrum ríkisstjórnum. Hafði samt ekki erindi sem erfiði, hann „fiskaði“ ekkert enda gera kjaftaskar það aldrei. Þá dugði ekkert minna en að leggja Alþýðuflokkinn af og stofna nýjan flokk. Enginn eftirspurn var eftir Jóni Baldvini í starf formanns hins nýja flokks. Fyrsti formaður þess flokks hefur aldeilis fengið dembuna frá þeim sem lengst af hefur verið án eftirspurnar.

Hann nýtti sér pólitísk tengsl og fékk sig skipaðan sendiherra enda ekki heldur eftirspurn eftir þessum manni í heiðarleg störf innanlands.

Sífellt er verið að taka viðtöl við Jón Baldvin. Ástæðan er einföld, hann er ófyrirleitinn kjaftaskur. Ræðst óhikað á gamla samstarfsmenn, gerir lítið úr samferðarmönnum sínum og ófeiminn segir hann frá því hvað þeir hefðu átt að gera. Enginn stendur sig nógu vel. Aðeins einn maður sleppur við gagnrýni Jóns Baldvins og það er hann sjálfur. Hann þekki ekki sjálfsgagnrýni.

Persónulega finnst mér alveg nóg komið af viðtölum við Jón. Hann getur ekki lengur átt mikið ósagt. 


mbl.is Forsetinn heldur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ætli Jón Baldvin og Ólafur Ragnar séu ekki bara í sama liði?

Það er ekki allt sem sýnist í pólitíska umhverfinu, (reyndar mjög fátt), það hef ég lært á síðustu 2-3 árum. Einhverra hluta vegna ætla þeir að gerast nágrannar í Mosó? Vonandi verður ekki nágrannarígur.

Jón Baldvin hefur stigið feilspor í pólitíkinni svo um munar, ekkert síður en Ólafur Ragnar og margir aðrir. Á mistökunum lærir fólk mest, eða ætti að gera.

Þessi öfgakennda ESB-árátta Jóns Baldvins eyðileggur fyrir honum og öðrum. Hann þarf að læra að virða lýðræðið eins og aðrir.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.1.2012 kl. 14:22

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Jóni Baldvini væri hollt að lesa gamlar ræður sínar á  Alþingi.

Eggert Guðmundsson, 7.1.2012 kl. 17:50

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góður.

Sigurður Haraldsson, 8.1.2012 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband