Stærðfræðingur rasskellir Jón Bjarnason

Jón Bjarnason stóð innan ríkisstjórnarinnar fastur fyrir gegn aðild að ESB. Fyrir það má taka ofan fyrir honum. Jón er þó ekkert ofurmenni. Hann er eins og margir aðrir vinstri menn sem komast í ráðherrastólanna, lætur ekki alltaf málefnalegar forsendur ráða för. 

Pawel Bartoszek, stærðfræðingur, skrifar stundum góðar greinar í Fréttablaðið. Í gær gerir Pawel Jón Bjarnason að umræðuefni og segir eftirfarandi undir fyrirsögninni „Gegn lögum og vísindum“:

Jón Bjarnason réð sér til aðstoðar mann sem hafði þurft að segja af sér þingmennsku fyrir að ráðast að fólki með nafnlausum tölvupóstum. Ráðningin var kærð til umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður taldi að margt hefði mátt bæta til að ráðningin hefði verið í betra samræmi við góða stjórnsýsluhætti. Þó taldi hann sig ekki geta fullyrt að svokölluð „rannsóknarregla" stjórnsýslulaga hefði ekki verið brotin „með tilliti til þess að vikið var að huglægum sjónarmiðum í auglýsingu um starfið". Sem sagt: hæfniskröfurnar voru of loðnar til að hægt væri að sjá hvort þeim hafi verið fylgt.

Eins komst umboðsmaður að því að ákvarðanir ráðherrans í tollamálum stæðust ekki lög. Við hvorugu álitinu var brugðist. Það er erfitt að losna við þá tilfinningu að ráðherranum hafi ekki þótt þessi álit vera stórmál. Þrátt fyrir að þau gæfu til kynna stjórnarskrárbrot af hans hálfu.

Vondri stjórnsýslu og stjórnarskrárbrotum á ekki að kyngja. En það er ekki síður alvarlegt þegar stjórnmálamenn fara að skipta sér af því hvað vísindamenn megi rannsaka og hver niðurstaða þeirra rannsókna eigi að vera. 

Þó hæla megi Jóni Bjarnasyni fyrir að hafa staðið gegn ESB sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er ekki þar með sagt að hann hafi verið góður ráðherra. Pawel bendir á nokkur mál sem benda til hins gagnstæða. Hann segir í grein sinni:

Eitt síðasta embættisverk Jóns var að reka stjórnarformann Hafrannsóknastofnunar. Fráfarandi stjórnarformaður hafði doktorspróf í tölfræði og hagnýtri líkindafræði. Sú sem látin var taka við er með meistarapróf í viðskiptafræði og er forstjóri fiskvinnslufyrirtækis. Hér skal ekki níða skó af þeirri konu. En að velja fólk til að stýra vísindastofnun með þessum hætti er fráleitt: Maður rekinn án ástæðu og eftirmaður, hagsmunaaðili sem gagnrýnt hafði niðurstöður stofnunarinnar, ráðinn, án auglýsingar.

Já, maður er rekinn án ástæðu. Gæti verið að sá sem skipaður hafi verið í staðinn sé þóknanlegri VG? Að minnsta kosti gerir núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ekki athugasemdir við gerðina. Hefur hann þó gagnrýnt forvera sinn alvarlega.

Pawel gagnrýnir Jón harðlega fyrir aðför hans að Hafrannsóknarstofnun. Hann bendir á að rannsóknir á fiskistofnunum sé vísindalegar en ekki pólitískar. Mér er til efs að margir hafi rasskellt Jón Bjarnason eins eftirminnilega og Pawel Bartoszek og hann gerir það svo snyrtilega að Jón mun ekki finna til nokkurs sársauka fyrir en hann sest á óæðri endann. 

í lok greinarinnar segir Pawel svo afar snyrtilega: 

Það breytir engu hvort meirihluti þings eða hagsmunaaðila telji meiri fisk vera í sjónum. Gagnrýni á vísindalegar niðurstöður þarf að vera vísindaleg. Sannleikurinn er ekki lýðræðislegt fyrirbæri. Skoðanir hagsmunaaðila á stofnstærðarmati Hafró eru auðvitað bjagaðar. Þeir vilja hafa sem mestan fisk í sjónum til að veiða sem mest af honum. Eru þeir þá endilega besta fólkið til að stýra stofnstærðarrannsóknum?

Ef ríkisstjórn ræki seðlabankastjóra sem neitaði að lækka vexti og réði í staðinn formann Samtaka atvinnulífsins yrði líklegast eftir því tekið. Hafrannsóknir eru fáum þjóðum mikilvægari en okkur svo þessi ákvörðun er ekki minna alvarleg. En því miður er hún dæmigerð fyrir fremur vondan ráðherraferil Jóns Bjarnasonar. 


mbl.is Forysta VG með of bogin hné
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sæll,

Ekk ætla ég að dæma þetta. En ég tók eftir eftirfarandi: 

"Maður rekinn án ástæðu og eftirmaður, hagsmunaaðili sem gagnrýnt hafði niðurstöður stofnunarinnar, ráðinn, án auglýsingar"

Það er aðeins fullyrðing sem ekki er upplýst hvort staðreind sé fyrir að hann hafi verið rekinn án ástæðu. 

Hinsvegar er þáði hún sem bauðst ráðningin (tók ekki embættinu og það á að auglýsa það aftur) ekki starfið og segja má með vissu að hefði hún tekið því þá væri um tengingu embættis við hagsmunasamtök.

Fleira ætla ég ekki að segja.

Guðni Karl Harðarson, 7.1.2012 kl. 13:56

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ef einhver var rassskeltur,þá var það stærðfræðingurinn sem skrifaði greinina í blað Jóns Ágeirs, sem hann eignfærir á eiginkonu sína meðan ákærur á hann standa yfir.Stærðfræðingurinn rasskelti sjálfan sig og emgan annan.Stærðfræðingurinn gengur með þær grillur í hausnum að hægt sé að fjölga fiski í sjó með því að telja þá,rétt eins og tölfræðingurinn sem Jón rak.Það er komin fimmtán ára reynsla á brottrekna tölfræðingin sem kann að telja.Árangur hans í starfi formanns hafrannsóknarstofnunar er engin,nema síður sé.Og það þarf ekki tölfræðing til að telja fiska eða nota tæki til að sjá hvort fiskur er undir skipi.Sjómenn á veiðum eru í því alla daga annars kæui þeir ekki með neinn fisk að landi.Tölfræðingurinn brottrekni gaf það út fyrir 10 árum að ef fariðytrði eftir kenningu hans, að nóg sé að telja fiska til þess að þeim fjölgi, þá færi að styttast í það að hægt yrði að veiða 500.000 tonn af þorski á ári.Nú eru veidd um 160.000 tonn.Tölfræðingurinn er með allt niður um sig og stærðfræðingur Jóns Ásgeirs sem þú vitnar í líka.Og brækur þína eru líka komnar ansi neðarlega. 

Sigurgeir Jónsson, 7.1.2012 kl. 14:00

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll Guðni. Ég held að þetta hafi gerst þannig að Jón spyr Elínu Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra, hvort hún vilji verða stjórnarformaður. Hún samþykkir. Þá tilkynnir hann Friðriki Má Baldvinssyni, prófessor, þáverandi stjórnarformanni að starfskrafta hans sé ekki lengur þörf. Síðan kemur skyndilega fram að Elín sé enn að hugsa málið. Ekki hef ég heyrt að vangaveltum hennar sé lokið. Allt eru þetta miklar ávirðingar á Jón Bjarnason og stjórnsýslu hans.

Sæll Sigurgeir. Mér er ómögulegt að leggja það manni til lasts þó hann skrifi í Fréttablaðið og skiptir engu hvert eignarhaldið er á blaðinu. Rök Pawels eru hreint ágæt og innlegg þitt finnst mér því miður ekki hjálpa Jóni Bjarnasyni eða stjórnsýslu hans, en um það fjallar pistill minn, alls ekki hvernig til hefur tekist með fiskveiðistjórnarkerfið.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 7.1.2012 kl. 14:49

4 Smámynd: Elle_

Ekki skal ég dæma hvort maðurinn var rekinn fyrir ekkert eða ekki.  Enda ekki nægjanlega inni í málinu.  

Hitt ætla ég að dæma að líklegt er að Pawel vilji skemma orðstír Jóns sem staðið hefur fastar á fótunum gegn fullveldisafsali lands okkar en hann kannski þolir, sjálfur harði fullveldisafsals-sinninn. 

Honum treysti ég alls ekki fyrir að dæma Jón.  Hann er skaðlegur fullveldi landsins og vildi kannski gera harðan fullveldissinnann Jón ótrúverðugan.  Óþarfi að lyfta honum upp á stall.  Hvort sem hann nú er götusópari eða stærðfræðingur hugsar hann ekki endilega rökrétt.  Enda hefur hann alls ekki sýnt sterka rökhugsun í fullveldismálinu eða ICESAVE.  (Og skrifar ensku oft vitlaust). Og lítið á vettvanginn sem hann notar: Einn aðal-Evrópusambandsbleðilinn. 

Hann heldur líka úti enskri síðu þar sem hann hefur grafið undan þeim sem vilja halda fullveldi landsins samkvæmt stjórnarskrá.  Og ýtt undir hættulega íhlutun Evrópusambandssinna í fullveldsimál ísl. ríkisins.  Hann skrifaði meðal annars fyrr á þessu ári eftirfarandi:

EU Still Unpopular in Iceland

Posted on 10.03.2011 by pawel
A recent poll show 51% of Icelanders opposing EU-membership with 31 for it. This is still an improvement from last year for the pro-EU forces. This should be kept in mind.

Elle_, 7.1.2012 kl. 15:40

5 Smámynd: Elle_

En ég ætla að taka það fram að ég var ekki að meina að ofan að það væri endilega vísbending um neitt hvar fólk skrifar.  Hinsvegar er það sterk vísbending ef menn eru þar fastir pennar.  Og það er vitað að Pawel vinnur gegn fullveldi landsins eins og bæði Fréttablaðið og Fréttatíminn og fastir pennar þar. 

Elle_, 7.1.2012 kl. 16:36

6 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það er ekkert að marka " meintar rassskellingar" sem kom frá ÚTLENDINGI sem þráir að Ísland gefi frá sér allt vald til ESB.

Eggert Guðmundsson, 7.1.2012 kl. 18:12

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég þekki ekki Pawel persónuleg, veit þó að hann er Íslendingur, mætur maður. Ég virði hann fyrir margt sem hann skrifar og ætlað að hann vilji samborgurum sínum vel. Veit ekki til þess að hann hafi meitt nokkurn mann með skrifum sínum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 7.1.2012 kl. 18:21

8 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég hef einnig lesið margt gott frá honum, en varla er hann íslenskur með þetta nafn, nema að Mannanafnanefnd hafi misstigið sig!.

Eggert Guðmundsson, 7.1.2012 kl. 18:31

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Jón Bjarnason sýndi góða stjórnsýslu með því að segja upp manni sem fullreynt var að gæti sýnt árangur í starfi.Stærðfræðingurinn sem gagnrýndi stjórnsýslu Jóns er að rassskella sjálfan sig með rakalausum málflutningi. Hann hegur greinilega ekki hugmynd um að þorskur þarf mat til að lifa,rétt eins og hann sjálfu, ekki er nóg að geta talið fiskana.En hann kann sjálfsagt að telja.Kannski getur hann reiknað barn í konu, eins og sagt var um ágætan mann.Pavel rassskelti sjálfan sig.Svo talar hann um siðferði og vandaða stjórnsýslu,maður sem lét sig hafa það að setjast niður og reyna að hnoða saman stjórnarskrá þótt Hæstiréttur Íslands hafi dæmt kosningu hans til þess ógilda.Hann á að skammast sín og þú líka fyrir að upphefja hann.

Sigurgeir Jónsson, 7.1.2012 kl. 20:47

10 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég legg það til að síðuhöfundur "rassskelli" ráðherra núverandi,  fremur en að vitna í "meintar rasskelliningar"af hendi útlendings, sem missa marks.

Af nógu er að taka - hugsaðu málið í 1 mínótu,og þá hefur þú nógan efnivið í rassskellingar á ráðherra.

Eggert Guðmundsson, 7.1.2012 kl. 21:38

11 Smámynd: Elle_

Maðurinn grefur undan fullveldi landsins.  Í dæminu að ofan ýjar hann lúmskulega að því undir rós í bjagaðri ensku í einni síðunni sem hann heldur úti að Evrópusambandssinnar skuli nota tækifærið og herða róðurinn gegn fullveldinu: A recent poll show 51% of Icelanders opposing EU-membership with 31 for it. This is still an improvement from last year for the pro-EU forces. This should be kept in mind.

Elle_, 8.1.2012 kl. 00:59

12 Smámynd: Kristinn Pétursson

Jón hefði átt að reka þennan idjót strax ´þegar hann tók við embætti - en  samt...

"betra seint en aldrei"     sjá nánar::: http://www.kristinnp.blog.is/blog/kristinnp/entry/1214958/

Kristinn Pétursson, 8.1.2012 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband