Fimm krimmar

Um jólin las ég ađeins fimm bćkur í spennusagnaflokki. Hafđi af ţví gagn og gaman, var ánćgđur međ sumar en varđ fyrir vonbrigđum međ ađrar. Ţetta eru bćkurnar í ţeirri röđ sem ég las ţćr:

  1. Paganini samningurinn eftir Lars Kepler 
  2. Einvígiđ eftir Arnald Indriđason
  3. Feigđ eftir Stefán Mána
  4. Brakiđ eftir Yrsu Sigurđardóttur
  5. Órólegi mađurinn eftir Henning Mankel 

Mig langar til ađ segja ađeins frá hugsunum mínum eftir ţennan lestur. Lklegast er best ađ koma sér beint ađ efninu.

Mér fannst bókin Órólegi mađurinn eftir Henning Mankel ótvírćtt best. Frásögnin er afar sannfćrandi og söguhetjan, Kurt Wallander, rannsóknarlögreglumađur, er ósköp mannlegur. Hann virđist seinfćr, hugsar djúpt og pćlir mikiđ en áttar sig um síđir á glćpunum sem voru flóknari og erfiđari en manni gat dottiđ í hug. Ég hef lesiđ nokkrar bćkur um Wallander og kunnađ afar vel viđ ţessa sćnsku spennu.

Feigđ, ók Stefáns Mána kom mér mikiđ á óvart. Ég hafđi áđur lesiđ bókina Skipiđ sem kom út fyrir tveimur árum, held ég. Mér ţótt hún ekki góđ. Feigđ er aftur á móti góđ saga.

Atburđarásin er ofsalega hröđ sem gerir hana svo skemmtilega ađ mađur stendur sig ađ ţví ađ hrađa lestrinum sem mest má. Gallinn viđ bókina er líklega sá ađ hún er eiginlega of mikill leiđarvísir. Mér finnst ađ höfundurinn hefđi til dćmis mátt sleppa nákvćmum lýsingum á ökuferđum um Reykjavík, frá Ísafirđi til Reykjavíkur og um Ţingmannaheiđi.

Einnig eru óţarflega miklar lýsingar á tilfinningum fólks. Dćmi eru „kaldhćđnisglott“, „móđursýkislegur“, „náfölur“, „flissandi“ og „pirruđ“. Allir virđast vera međ einhvern svip, enginn er bara venjulegur.

Einvígiđ eftir Arnald Indriđason byggist á svipuđum forsendum og ţessar bćkur sem ég las um jólin. Einn góđur gći, lögga, klár, á í persónulegum erfiđleikum, en fattar allt í lokin. Persónulega finnst mér Marion Briem dálítiđ ósannfćrandi. Mikiđ er lagt upp úr persónulegum erfiđleikum hans í sögunni, lesandinn fćr samúđ međ honum og andstyggđ á umhverfi hans. Hann er eiginlega alinn upp af eldri manni sem kemur honum til manns.

Ţrátt fyrir allt virđist Marion ţessi aldrei hafa gengiđ í skóla, óljóst hvađ hann heitir eđa hvort hann er bara utanveltu í ţjóđfélaginu fram til ţess tíma er hann gerist lögreglumađur. Hins vegar er plottiđ dálítiđ skemmtilegt en eiginleg er verđur alltof lítiđ úr ţví í lokin.

Paganini samningurinn er svona „lala“ krimmi, gaman ađ lesa hann, en skilur fátt eftir. Plottiđ er dálítiđ gott ţó ţađ sé nú svona dálítiđ barnalegt. Vondu kallarnir og góđu gćjarnir eiga viđ og endirinn er í svona hefđbundnum amrískum stíl ţó bókin sé sćnsk. Jón Daníelsson ţýddi söguna og gerir ţađ bara vel eftir ţví sem ég best veit.

Brakiđ eftir Yrsu Sigurđardóttur finnst mér eiginlega lökust af ţessum fimm bókum. Einhvern veginn er öll sagan svo óskaplega ósannfćrandi.

Ađalsöguheitjan er lögfrćđingurinn Ţóra. Sagan segir frá rannsókn hennar á fólki sem hverfu af snekkju sem siglt er frá Portúgal og kemur svo mannlaus inn á höfnina í Reykjavík. Talsmátinn er dálítiđ skrýtinn, höfundur virđist ráđa öllu, ekkert er skiliđ eftir fyrir ímyndunarafl lesandans.

Dálítiđ óţćgilegt ađ finna fyrir höfundinum sem andar ofan í hálsmáliđ á manni: „Ţćr tóku starf sitt föstum tökum ...“ segir í bókinni. „Skartgripirnir virtust ekki ekta en Ţóra var svo sem ekki dómbćr um ţađ enda lítt fyrir glingur.

Mér finnst eins og Ţóra ráđi ekki alveg viđ sögugerđ og lćtur allt vađa. Engu líkar er en ađ hún byrji á ţví ađ finna út plott, skipti síđan sögunni í nokkra hluta og reynir síđan ađ fylla ţá međ orđum. En hvađ er ég svosem ađ vilja upp á dekk, fólk virđist kunna miklu betur viđ bókina en ég. 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţetta hafa veriđ sannköllu krimmajól hjá ţér, Sigurđur minn.

Gleđilegt nýtt ár.

Jón Valur Jensson, 5.1.2012 kl. 06:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband