Kallar, um kalla, frá komma, til kalla

Af öllum konu, það er fyrir utan Hallgerði langbrók, hef ég einna helst borið óttablandina virðingu fyrir Birnu Þórðardóttur, þeirri sem lengi var kölluð rússakommi. Vinstrisinni, hélt með Sovétríkjunum, starfaði í félagi sem hér Fylkingin, gekk Keflavíkurgöngu til að mótmæla hernum og Nató, snéri upp á punginn á Guðbrandi lögregluforingja í Þorláksmesssuslagnum 1968 og fleira pólitískt má heimfæra upp á þessa konu sem svo sannarlega var og er glæsileg.

Hún skrifar litla grein í Fréttablaðið í morgun undir fyrirsögninni „Kallafréttir á nýársdegi rúv“. Í henni býsnast hún yfir því að hádegisfréttir í RÚV 1. janúar hafi verið um karlmenn. Til þess notar hún ótrúlegan fjölda þankastrika sem koma niður á sárafáum kommum - og punktum.

Forðum var boðberi slæmra tíðinda oft drepinn. Einhver fró hefur verið í því fyrir til dæmis kóng að höggva manngreyið. Á sama hátt má draga þá ályktun af grein Birnu að ekki skipti máli um hvað fréttirnar eru heldur að ekkert fréttnæmt skuli haft eftir konu. Þetta er auðvitað alveg rétt og raunar sjálfsagt að slátra RÚV fyrir vikið. Verst er þó að við Birna skulum vera knúin til þess með lögum að greiða afnotagjald til þessarar stofnunar. Við eigum ekki þess kost að hætta greiðslum okkar í mótmælaskyni við slæman fréttaflutning.

Grein Birnu er þó langt frá því að vera vel skrifuð. Hún er einhvers konar tilraunastarfsemi sem gengur ekki upp. Fjöldi setninga og aukasetninga veldur flestum leiðindum, þankastrikin eru ofnotuð og orsnilldin er engin. 

Hins vegar má hafa gaman af orðfærinu í greininni:

Fjórði kall – allt í einu orðinn – við launafólk – yfir minn dauða kropp – eins og segir á léttsnar­aðri ensku – við launafólk – einn af forsetum lýðveldisins – það er að segja forseti almúgamanna – á ofurlaunum – hinn fjórði í kalla­ röðinni fenginn sem álitsgjafi yfir ríkisstjórninni – við launa­ fólk – hefur sá forsetinn einhvern tímann lifað og barist fyrir lífi sínu sem almennur launamaður – ekki veit ég til þess – ekki fremur en hinir þrír ofantöldu kallar.

Eru kallafréttir rúv á nýársdag forsmekkur þess sem koma skal – eða megum við vænta annars? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband