Ofsahræðsla grípur mann

Jafnvel lítil snjóflóð eru einstaklega óþægileg. Svona svipað eins og að lenda á kafi í stórri öldu. Maður veit ekkert hvað er að gerast fyrr en öllu er lokið. Hef nokkrum sinnum lent í litlum snjóflóðum. Reynslan nýtist manni lítið í hvert skipti. Skyndilega er allt á hreyfingu, maður tekur andköf, skíði og skíðastafir tefja fyrir og kvíðinn fyrir því ókomna tekur völdin, jafnvel ofsahræðsla. Hræddur maður gerir ekkert að viti.

Og svo skyndilega er öllu lokið og maður stendur upp úr flóðinu og litast um. Ég hef lesið leiðbeiningar um hvað ber að gera í snjóflóði. Gallinn er bara sá að maður verður svo óskaplega áttavilltur og oftast hræddur. 

Held að það besta í þessum tilvikum sé að vera með snjóflóðaýli og ferðafélagarnir hafi líka slíkt tæki og kunni aðleita að fólki í snjóflóði.

Staðreyndin er sú að um 75% fólk sem lendir í snjóflóði kafnar, aðrir látast vegna áverka sem þeir verða fyrir. Auk snjóflóðaýlis eru til snjóflóðabelgir. Hið síðarnefnda er ætlað að auka flot þess sem lendir í snjóflóði. Nái maður að toga í handfangið á þrýstilofthylki blæs belgurinn upp rétt eins og líknarbelgur þegar bíll lendir í árekstri.

Ekki er líklegt að venjulegir ferðamenn séu með búnað vegna snjóflóða á sér sé gengið í Esjuna eða til kinda. Flestir teljum við að slysin komi fyrir alla aðra en okkur sjálfa. Að auki finnst okkur flestum alltof dýr að „eyða“ peningum sem hugsanlega verða okkur til lífs. Kannski þurfum við aldrei á slíkum græjum að halda og til hvers er þá fjárfestingin?


mbl.is „Maður getur ekki hugsað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband