Icesave málið er fyrirfram tapað fyrir EFTA dómstólnum

Eru nokkrar líkur á því að ríkisstjórnin geti varið málstað Íslands vegna Icesave málsins fyrir EFTA dómstólnum? Tvisvar var ríkisstjórnin gerð afturreka með samninga við Breta og Hollendinga. Þjóðin rasskellti ríkisstjórnina í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum og nú lætur hún eins og ekkert hafi í skorist, situr þrátt fyrir sviðann.

Íslensk stjórnvöld voru krafin um skýringar af hálfu ESA sem er Eftirlitsstofnun EFTA. Svör þeirra hafa hingað til verið þess eðlis að stofnunin hefur greinilega ekki tekið mark á þeim og því ákveðið að höfða mál geng ríkinu.

Þrátt fyrir háleit orð Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra. Hann hefur til dæmis fullyrt að lagalegur ágreiningur sé um ríkisábyrð á innistæðuskuldbindingum. ESA hefur ekki tekið nokkurt mark á Árna og telur engan lagalegan ágreining vera um ríkisábyrgðina.

Staðreyndin er sú að þetta mál er fyrirfram tapað vegna þess að það hefur greinilega verið illa á því haldið fyrir hönd þjóðarinnar. Annars hefði ESA ekki ákveðið að höfða mál gegn ríkinu.

Málið verður ekki fellt niður vegna þess að Ísland er svo lítið land og þar búa svo fáir. Skiptir engu þó Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon tali digurbarkalega og hvetji til samstöðu. Samstaða mun ekki heldur fá ríkið sýknað frammi fyrir dómstól EFTA, ekki frekar en að notuð yrðu þau rök að að náttúrufegurðin sé einstaklega mikil hér á landi ...

Íslenskum stjórnvöldum ber að hlýta úrskurði EFTA dómstólsins og því getum við allt eins tekið undir orð formanns utanríkismálanefndar Alþingis sem svo málefnalega sagði í viðtali við Morgnblaðið  27. september síðast liðinn:

ESA getur ákveðið að kaupa rök íslenskra stjórnvalda og fella málið niður, stofnunin getur líka komist að þeirri niðurstöðu að þetta breyti engu um afstöðu hennar og eins gæti verið að óskað yrði eftir frekari svörum frá Íslandi. 

Svona bull kemur frá þeim sem eiga um málið að véla fyrir hönd okkar, þjóðarinnar. Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, er rétt eins og hinir úr þessu liði sem vildi að þjóðin samþykkti Icesave. Hvernig í ósköpunum er hægt að treysta gjörsamlega vanhæfu fólki fyrir fjöreggi þjóðarinnar? 

Hvað er þá til ráða? Ég vísa bara í forystugrein Morgunblaðsins í dag sem rekur hvernig málatilbúnaður EFTA er í málinu. Ég skora á fólk að lesa þennan leiðara. Í niðurlagi hans segir um þau raunverulegu ráð sem líklegast munu ríkinu að lokum standa til boða:

Lengi virðist vont geta versnað þegar þessi ólánsríkisstjórn á í hlut. Það er þó huggun harmi gegn að raunverulegt dómsmál um Icesave, verði af því, fer ekki fram á þessu leiksviði. Endi málið hjá alvöru dómstólum, sem ekkert bendir ennþá til að það muni gera, þá verða kröfuþjóðirnar að stofna til þess og beina kröfum sínum að íslenskum yfirvöldum og útkljá málið fyrir íslenskum dómstólum. Kröfuþjóðirnar hafa enn ekki orðað slíkt opinberlega í hinu langa og leiðinlega ferli. Það segir alla söguna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband