Golfi lokið þetta árið

Þessu er líklega lokið þetta árið. Kominn norðan garri og svörður landsins gaddfreðinn. Svo harður að ég náði hátt í 300 metra löngu höggi með drivernum (kylfa, ekki bílstjóri) síðasta laugardag. Kúlan skoppaði nær endalaust.

Já golftímabilinu er opinberlega lokið af minni hálfu og það með meti. Á minni þriggja ára golfæfi hef ég aldrei náð að leika jafn oft og á þessu herrans ári. Byrjaði i febrúar og síðan aftur í apríl og svo samfleytt fram til 26. nóvember.

Og árangurinn? Tóm andsk... vonbrigði alltaf hreint. Þó smá glampar af og til - og þvílík hamingja þegar það gerist.

Ég dauðsé eftir að hafa byrjað á golfinu, get þó ekki hætt. Þetta er eins og einhver fíkn, grípur mann heljartökum og heldur manni líklega föstum út æfina. Hjálp ...! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband