Þegar Jón Bjarnason hittir Jón Bjarnason ...

Jón Bjarnason stendur núna frammi fyrir sjálfum sér og sínum eigin verkum. Hann hefur sagt forystu ríkisstjórnarinnar og báðum stjórnarflokkunum stríð á hendur.

Þetta segir Ólína Þorvarðardóttir á bloggsíðu sinni. Hver skyldu viðbrögð Jóns hafa verið þegar hann stóð frammi fyrir sjálfum sér? Heilsaði hann, kinkaði kolli eða lét eins og ekkert sé og hélt áfram göngu sinni. Ólína á sennilega við að Jón ætti að spjalla við sjálfan sig um frammistöðu sína/hans í stjórnmálum.

Margir hafa þann vana að tala upphátt við sjálfan sig. Um góðan stærðfræðikennara í MR var sagt að ekki aðeins talaði hann við sjálfan sig heldur segði sér fréttir og jafnvel brandara og hafði bæði gagn og gaman af.

Hins vegar er það eiginlega óþekkt nema í bíómyndum eða fyrir framan spegil að maður geti staðið frammi fyrir sjálfum sér hvað þá verkum sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband