Lítil spenna á landsfundi vegna formannskjörs

Stundum er ég hissa á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Til dæmis núna er ég hlustaði á fréttirnar í Sjónvarpinu. Þar sagði aldraður þulurinn sem búinn er vera á skjánum frá því menn muna: „Mikil spenna er nú á landsfundi Sjálfstæðisflokksins en formannskjör fer þar fram á sunnudaginn.“

Þetta er bölvuð vitleysa. Veit ekki í hvaða sambandi fréttamenn Ríkissjónvarpinu eru. Var þó nauðbeygður að horfa á þá frá því borði sem ég sat á.

Í sannleika sagt er sáralítið spenna á landsfundinum; miklu, miklu minni en nokkurn tímann áður. Hef ég þó setið marga landsfundi og jafnvel verið viðstaddur formannskjör.

Í sannleika sagt held ég að niðurstaða formannskjörsins verði sú að Bjarni Benediktsson verði endurkjörinn með um 60 til 70% atkvæða. Þessa spá byggi ég á samtölum við hina og þessa á fundinum. 

Bjarna sé ég víða, hann gengur um, spjallar við fólk. Hönnu Birnu hef ég því miður ekkert séð og hélt eiginlega að hún væri ekki á fundinum þangað til ég sá viðtal við hana í Ríkissjónvapinu.

Til viðbótar held ég að málefnavinnan sé landsfundarfulltrúum ofar í huga en formannskjörið. Verið að vinna að tillögum og hugmyndum sem eiga eftir að falla kjósendum afar vel ég geð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Formannskjörið ber þó hátt á landsfundinum, Sigurður, og spennan er undir niðri, enda gera sumir ráð fyrir, að Hann Birna geti náð allt upp í 70% atkvæða, þótt aðrir telji hana fá langtum minna. En allt minna en 60% til Bjarna væri þó greinilega áfall og refsidómur á hann vegna fráleitrar afstöðu hans -- þvert gegn vilja síðasta landsfundar -- í Icesave-málinu, sem hann hefur ekki einu sinni sómatilfinningu til að biðjast þennan landsfund afsökunar á, heldur ver í blóð og merg!

Þú ættir að lesa þessar nýbirtu greinar eftir Gústaf Adolf Skúlason:

Gústaf Adolf Skúlason: Það er ekki "betri Svavar" sem Sjálfstæðisflokkinn vantar til að leiða þjóðina.

Formaðurinn stoltur af rangri hlið Icesave-deilunnar. VELKOMIN Í FORMANNSSTÓLINN, HANNA BIRNA!

Jón Valur Jensson, 19.11.2011 kl. 12:04

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

... biðja þennan landsfund afsökunar á ...

Jón Valur Jensson, 19.11.2011 kl. 12:06

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Er ekki alveg sammála þèr. Byggi mat mitt bara á því sem ég skynja á landsfundinum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.11.2011 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband