Skynsamlegt að flytjast úr landi

Til að setja þessa frétt í samhengi þá er fjöldi Íslendinga sem flúið hefur land um 5000 færri en hér eru atvinnulausir. Að vísu er þessi samanburðu ekki alveg réttur vegna þess að ekki eru allir brottflutnir þátttakendur á vinnumarkaði. Engu að síður er brottflutningurinn afskaplega alvarlegt mál því draga má þá ályktun að fólkið sjái sér ekki framtíð hér á landi.

Munum að þó um 12000 manns séu á atvinnuleysisskrá þá eru enn fleiri atvinnulausir, t.d. sjálfstæðir einyrkjar, fólk sem hefur staðið sjálfstætt í einhvers konar verktakabransa.

Ég á tvö börn sem búa erlendis. Elsta dóttir mín er ekkert á leiðinni heim, hún nam og starfar nú í Noregi. Yngri sonur minn er við nám í Hollandi. Þau eiga auðvitað bæði erindi heim en við þær kringumstæður sem nú ríkja hér á landi eftir hrun og undir „norrænni velferðarstjórn“ fer best á því að þau haldi sig annars staðar. Það er enginn leikur að finna sér starf við hæfi hér á landi og svo virðist sem stjórnvöldum sé nákvæmlega sama um atvinnulífið og þar með atvinnulausa. Meðal annars þess vega flýr fólk land.


mbl.is Tveir og hálfur árgangur fluttur burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er sorglegt að þessi "Norræna velferðarstjórn" skuli standa á öllum mögulegum bremsum sem til eru, sem koma í veg fyrir atvinnusköpun og meiri veltu og hagsæld í þjóðfélaginu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.11.2011 kl. 15:12

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég skil þessa ríkisstjórn ekki heldur, Gunnar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 17.11.2011 kl. 15:13

3 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Þetta er einfalt, norræna velferðarstjórnin ætlar að láta okkur knýja dyra

hjá esb með betlistaf í hendi.

Aðalsteinn Agnarsson, 17.11.2011 kl. 21:21

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Felst kannski í orðunum "norræn velferð" að flytja til norðurlanda, eða er hugsanlegt að einhver prentvilla hafi orðið við gerð stjórnarsáttmálans og að þar hafi átt að standa "Norsk velferðarstjórn"?

Gunnar Heiðarsson, 18.11.2011 kl. 08:44

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ef við gerum eitthvað annað en blogga um ástandið þá mun þetta lagast svo mikið er víst! Kjósum ekki sama kerfi yfir okkur því með sama kerfið breytist ekkert en ef við viljum breytingar þá fáum við þær því að það erum við sem fóðrum flokkana og enginn annar!

Sigurður Haraldsson, 18.11.2011 kl. 08:55

6 Smámynd: kallpungur

Ég flyt að minnsta kosti endanlega frá landinu, ef Fratarnir koma okkur úr lýðræðinu í ESB helsið. Annars flyt ég tímabundið til betri kjara þegar ég klára námið og kem ekki aftur fyrr en helferðarstjórnin er fallin.

kallpungur, 18.11.2011 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband