Fagurgali stjórnmálamanns

Ef til vill er ekki nauðsynlegt að hafa neina hugsjón í stjórnmálum, bara nóg að tala almennt og fallega um allt og alla. Margrét Sverrisdóttir varaborgarfulltrúi óháðra í Reykjavík skrifar svoleiðis í grein í Morgunblaðinu um daginn og flest af því sem hún segir ættu flestir landsmenn að geta skrifað. Hún vex ekkert af þessari grein því við vitum ekki að hvaða leiti hún sker sig frá öðrum, hver eru stefnumál hennar, hvar er eldmóðurinn? Í stuttu máli: Hvers vegna í ósköpunum ætlar hún sér að vera atvinnustjórnmálamaður?

  • „Við eigum að meta og virða íslenska náttúru ...“
  • „Við skulum tryggja jafnan rétt kynjanna.“
  • „Á Íslandi skulu allir eiga jafna möguleika til náms.“
  • „Við skulum tryggja jafnan aðgang allra að heimbrigðiskerfi, óháð efnahag.“
  • „Á Íslandi skulu allir þegna landsins njóta fullra mannréttinda ...“

Allir íslenskir stjórnmálaflokkar og öruggleg flestir landsmenn eru þessu sammála, en málin eru miklu flóknari en þar sem þau snerta svokölluð „grunngildi“ Margrétar í pólitík.

Hvað þýðir þetta eiginlega orðalag „... að meta og virða íslenska náttúru“? Sá sem er hlyntur Kárahnúkavirkjun þarf getur áreiðanlega skrifað undir þetta rétt eins og sá sem er á móti byggingu hennar. Er Margrét hlynt einkareknum skólum, heilsugæslustöðvum eða sjúkrahúsum? Margir telja að einkaframtak í menntamálum og heilbrigðismálum stuðli að ójöfnum möguleikum til náms.

Stjórnmálamaður getur ekki leyft sér að vera með eintóma fagurgala. Hann verður að taka afstöðu til málefna, ekki aðeins grunngilda en hlaupa ekki eftir niðurstöðum skoðanakannana?

Satt að segja hef ég ekki hugmynd um hvort Margréti sé yfirleitt treystandi þó svo að hún segist hafa verið í stjórnmálum í tíu ár. Svo er það annað mál en tengt. Getum við treyst þeim sem skipta sífellt um stjórnmálaflokka. Þeir eru orðnir þrír hjá Margréti, Sjálfstæðisflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og nú þessi Óháðir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband