Sönn jól í boði Moggans og IKEA

Jólin eru að koma. Aðeins tæpir tveir mánuðir þangað til. Obboðslega hlakka ég til. Og Mogginn minn er með sérútgáfu í dag þar sem hann útlistar hvernig við getum eytt ótrúlegum fjárhæðum í tilefni jólanna. Blaðið heitir Sönn jól.

Mogganum er tíðrætt um „gömlu hefðirnar“. Þær eru skemmtilegastar. Í desember í fyrra fór ég í fyrsta sinn á hlaðborð á ónefndum veitingastað. Þetta er hefð sem varið er í. Núna ætla ég að fara á einhvern annan og búa til nýja hefð ... nema auðvitað að ég borði heima.

Munum eftir anda jólanna. Eyðum, kaupum gjafir, étum á okkur gat, drekkum frá okkur vit, förum á tónleika og hlustum á frábæra tónlistarmenn hrista hreindýrabjöllur. Þeysumst af stað í rússíbanareið jólanna í boði IKEA, Pennans og Bónussussar. Jólasveinarnir eru ókeypis og koma í boði Kókakólakompaní.

Ha, hvað áttu við með anda jólanna? Hvað fæst þessi andi og hvað kostar'ann? Dsísös, bíddu við, ég kannast við nafnið, var hann ekki einn af vitringunum frá Japan? Hvað er að'ér, kanntu ekki boðorði; sælla er að gefa en þiggja? Dsísös, þvílíkur rugludallur ...

Sönn jól, og dýr ertu nú orðinn kæri Dsjísös. Kann annars enginn sér hóf í neinu? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dexter Morgan

Drekka minna Sigurður, drekka minna, allavega svona fyrir hádegi :)

Dexter Morgan, 29.10.2011 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband