Japanir, Arabar, Kínverjar ....

Fyrir nokkrum áratugum reið bylgja japanskra fjárfestinga yfir hinn vestræna heim. Japanir stóðu sig vel, framleiddu mikið, auðurinn safnaðist til þeirra. Þeir keyptu upp byggingar, hótel og fyrirtæki í Bandaríkjunum og Evrópu. 

Svo komu Arabarnir með olíupeningana sína. Sheik þetta og sheik hitt og þeir keyptu að því er virtist upp London og fjárfestu í bönkum, framleiðslufyrirtækjum og ferðaþjónustu. Og eru líklega enn að nema hvað nokkrir hafa safnast til feðra sinna og skilið eftir auðævin og aðrir eru í frystingu vegna meðferðar á þegnum sínum. 

Og allt í einu standa Kínverjar uppi sem megaveldi. Þeir hafa gert nákvæmlega það sem Japanir gerðu heima hjá sér eftir síðari heimstyrjöldina, ferðast skoðað, dregið ályktanir, lært og framkvæmt. Kommúnismi eða ekki ... hann er alla vega með kapítalísku yfirbragði þarna fyrir austan. Og þeir fara víða um heim, skipulega og varlega, troða engum um tær en veifa seðlabúntunum. Þeir eignast Saab og vilja Grímsstaði á Fjöllum.

Staðreyndin er sú að enginn sá múr er svo hár að asni klyfjaður gulli komist ekki inn fyrir hann ... Seðlabúntin eru ákaflega sannfærandi og hvers vegna ekki? Eini munurinn er höndin sem heldur á þeim eða ætti ég að segja ætterni asnans. Og svo sannfærandi eru þessi rök að Evrópusambandið gengur grátandi fyrir Kínverja og fær þá til að aðstoða við að bjarga sökkvandi Evru.

Þegar bylgja Kínverja hefur riðið yfir hinn vestræna heim koma ... einhverjir aðrir. Þeir sem eru duglegir og útsjónasamir eignast oft fé og þeir fara í útrás.


mbl.is Saab í eigu Kínverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Það eru hins vegar ekki Svíar sem eru að selja heldur Hollendingar. Swedish Automobile hét áður Spyker Cars og er Hollenskt fyrirtæki sem keypti SAAB af Ameríkönum (General Motors) í byrjun árs 2010 en General Motors hafði átt SAAB frá 1989. Hollendingarnir hafa greinilega ætlað sér stærri bita heldur en þeir réðu við.

Hinn "Sænski" bílaframleiðandinn Volvo er líka í eigu Kínverja en Kínverskt fyrirtæki keypti Volvo af Ford árið 2010.

Einar Steinsson, 28.10.2011 kl. 09:44

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góð upptalning Sigurður, við íslendingar ættum kannski að reisa ferðamanna-paradís á Grímsstöðum á fjöllum þá gætum við jafnvel haft ferðamanninn á þessu svæði allt árið.
Eitt stórt MEGAVELDI fyrir S og N þing, en það má víst eigi nota orðið MEGA: "Domínos á það víst"

Góða helgi til þín og þinna

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.10.2011 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband