Ávann sér ýmsilegt annað en dauðann

Fyrirsagnir skipta máli, þær eru mikilvægari en margir blaðamenn skilja. Þess vegna þurfa reyndir og góðir textamenn að lesa yfir það sem þeir óvanari gera.

„Hann ávann sér andlátið.“ Þetta er hræðilega léleg fyrirsögn og alls ekki í samræmi við góða málvenju í þessu samhengi. Líklega hefur Jobs áunnið sér ýmsilegt annað en dauðann þó það megi svo sem til sannsvegar færa.

Eftirmæli systur Steve Jobs eru frábærlega vel samin og áhugaverð. Svokölluð andlátsorð eru alls ekki það eftirminnilegasta úr þeim. Margt annað er þar fallega sagt og lýsandi fyrir manninn.

Bókin um Steve Jobs kom út fyrir skömmu. Hún er afskaplega góð, er þó aðeins búinn að lesa um það bil fimmtunginn. Jobs bað höfundinn, Walter Isaacson, að skrifa bókina og fékk til þess frjálsar hendur. Þar af leiðandi varð hún ekki eintómt lof og prís.

Steve Jobs var furðufugl. Hann var eins og hippi fyrstu árin með Apple, þvoði sér varla, lyktaði, gekk berfættur og óheftir skapsmunir hans gerðu honum og öðrum erfitt fyrir. hann notaði LSD og önnur fíkniefni og teldi sig þurfa á þeim að halda til að skilja tilveruna!

Svo illa samdi honum við flesta í Apple fyrirtækinu að hann var settur til hliðar þegar verið var að vinna að Apple III eða Lisu. Það varð upphafið að furðulegri atburðarás sem endaði með fyrstu Macintosh tölvunni. Upphafið að Makkanum var ekki hans, þetta var einhvers konar rannsókn sem var utan við allt í fyrirtækinu, unnin af snillingum sem , síður en svo. Hefði hann ekki komið 

Þess má geta að bókin um Jobs fæst hjá Apple umboðinu og kostar þar tæplega fimm þúsund krónur 


mbl.is Hann ávann sér andlátið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Christensen

Bein orð systur hans : "Death didn’t happen to Steve, he achieved it."

Kannski getur þú þýtt þetta betur, en ég fæ ekki betur séð en að þýðingin sé rétt.

Við getum svo haft meiningar um hvort þetta teljist "eðlilegt orðalag".

Jónína Christensen, 31.10.2011 kl. 15:09

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bein þýðing gefur oftast ekkert líf, jafnvel þó verið sé að ræða um dauðann ... Sagnorðið passar alls ekki í þessu tilviki. Það er svo flatt og innihaldslaust að segja að einhver hafi áunnið sér dauða sinn rétt eins og hann hafi verið umbun eða verðlaun af einhverju tagi. Því var fjarri, ekkert annað var í boði en endalokin sjálf.

Systir Steve Jobs er rithöfundur sem leikur sér þarna listilega með orð og þau er erfitt að yfirfæra beint á íslenska tungu. Hún ætlast varla til þess að þessi málsgrein séutekin bókstaflega. Á líklega við að hann hafi á ákveðin hátt verið viðbúinn dauðastund sinni.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 31.10.2011 kl. 15:25

3 Smámynd: Jónína Christensen

Gott að þú ert með þetta á hreinu.

En gefum okkur að það sé samhengi í því sem hún sagði: "His breathing changed. It became severe, deliberate, purposeful. I could feel him counting his steps again, pushing farther than before."

Mér finnst bara ekki rétt að gagnrýna blaðamanninn í þessu tilfelli....

 Og varðandi orðavalið á ensku. To "achieve"... er venjulega ekki  notað í sambandi við dauðann, en það velur systir hans að gera í þessu tilfelli.

Jónína Christensen, 31.10.2011 kl. 15:34

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nei, ég er ekkert með þetta á hreinu, Jónína. Vonandi hefur máltilfinningin ekki yfirgefið mig hafi hún einhvern tímann verið til staðar. Mér finnst einfaldlega þýðingin vera flöt og innihaldslaus eins og ég sagði áður.

Varðandi samhengið sem þú nefnir þá er það einmitt það sem ég átti við með að Steve Jobes hafi verið á ákveðinn hátt verið viðbúinn dauðastund sinni.

Jú, ég held að blaðamaðurinn verði að þola gagnrýni í þessu tilviki. Systirin er rithöfundur og kann að velja orðum sínum skáldlega búning er hún greinir frá dauðastund bróður síns.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 31.10.2011 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband