10.759 atvinnulausir + brottfluttir + hinir

Hvers vegna er atvinnulausir 10.759 hér á landi en ekki 20.000 eða fleiri? Jú, einfaldlega vegna þess að um 6.000 manns hafa hröklast úr landi, tekið þá ákvörðun að flytjast á brott til að eiga möguleika á að framfleyta sér og fjölskyldu sinni.

Þannig sparar íslenska ríkið atvinnuleysisbætur.

Og hvað með þá sem eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum? Veit einhver hversu margir þeir eru? Litlir en sjálfstæðir atvinnurekendur, verktakar af ýmsu tagi, fólk sem ekki hefur verið launþegar. Margir hafa unnið heima við en vegna samdráttar í tekjum maka leita út á vinnumarkaðinn en fá ekki starf og þaðan af síður atvinnuleysisbætur.

Þanig sparar íslenska ríkið atvinnuleysisbætur. 

Svo eru útlendingarnir farnir frá Íslandi því hér er ekkert við að vera.

Þannig sparar íslenska ríkið atvinnuleysisbætur. 

Staðreyndin er einfaldlega sú að dulið atvinnuleysi er miklu meira en opinberar tölur gefa til kynna. Tökum því þeim með mikilli varúð. 


mbl.is Enn dregst atvinnuleysi saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Er ekki líka eitthvað af þessu fólk sem farið er í skóla, maður fær víst ekki atvinnuleysisbætur þar.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 13.10.2011 kl. 14:13

2 Smámynd: Hafsteinn Björnsson

Fólki var bent á að fara í nám og þá hugsanlega fá námslán eða einhverja aðra framfærslustyrki. Þegar svo þetta fólk kemur úr námi, væntanlega í lok kjörtímabilsins fær það enga vinnu því lítið er aðhafst í atvinnuuppbyggingu.

Heyrði frá því sagt á einni af útvarpsstöðvunum fyrr í haust, að mesta aukningin í framfærslustyrkjum Árborgar væri í styrkjum til þeirra sem væru búnir með tímann sem hægt væri að borga þeim atvinnuleysisbætur. Þetta er nú öll dýrð Jóhönnu og Steingríms!!

Hafsteinn Björnsson, 13.10.2011 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband