Djúpstæð pólitísk andstaða gegn einkarekstri

Stjórnvöld draga upp glæsimynd af árangri sínum, það er rétt hjá Vilhjálmi Egilssyni, framkvæmdastjóra SA. Áróður ríkisstjórnarinnar er svo yfirgengilegur að fólk er farið að gleyma 12.000 manns sem ganga um atvinnulausir, 6.000 manns sem flutt hafa á landi brott frá því ríkisstjórnin tók við, verðbólgunni, skuldastöðu heimilanna og svo framvegis.

Ríkisstjórnin hampar þeim einföldu atriðum sem allar ríkisstjórnir hefðu gert í þessu ástandi, sinna bókhaldi, draga úr kostnaði, auka tekjur, sópa gólf og þvo upp. Merkilegra er það nú ekki sem hún hefur gert. Haldið í horfinu.

Hin hugmyndafræðilegu vandamál sem flækjast fyrir stjórnvöldum snúa að stærstu útflutningsgreinum Íslands, sjávarútvegi og áliðnaði. Herferð ríkisstjórnarinnar gegn helstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins hefur leitt til stöðnunar í fjárfestingum í atvinnugreininni. Hugmyndafræðileg andstaða gegn uppbyggingu í áliðnaði á sér djúpar rætur í báðum stjórnarflokkunum. Minnast má atkvæðagreiðslunnar í Hafnarfirði árið 2007 um stækkun álversins í Straumsvík, ákvörðunar þáverandi umhverfisráðherra á sínum tíma um sameiginlegt umhverfismat á álveri á Bakka og framhaldsaðgerðum núverandi iðnaðarráðherra gegn þeirri framkvæmd. Ríkisstjórnin hefur aldrei viljað taka af skarið og leiða áfram framkvæmdir við álverið í Helguvík. Eina álfjárfestingin sem hefur fengið eðlilegan framgang er framleiðsluaukning í Straumsvík og bygging Búðarhálsvirkjunar.

Auðvitað er þetta rétt hjá Vilhjálmi. Hin hugmyndafræðilega andstaða ekki aðeins gegn áliðnaði heldur líka sjávarútvegi er djúpstæð í stjórnarflokkunum, raunar gegn einkarekstri almenn. Og Vilhjálmur segir: 

Auknar fjárfestingar, fyrst og fremst í útflutningsgreinum, eru frumskilyrði þess að hægt sé að auka árlegan hagvöxt í 4% - 5% en það er er nauðsynlegt til þess að koma Íslandi uppúr kreppunni. Áframhaldandi hjakk, sem er staðfest með spá Seðlabankans um 1,6% hagvöxt á næsta ári, er ávísun á að Ísland verði fast í kreppunni út áratuginn. Því fylgir mikið atvinnuleysi og að illa mun ganga að rétta við hag ríkissjóðs. 


mbl.is Stóru atriðin sem gleymast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband