Móđi á Fimmvörđuhálsi breytist eins og stóri bróđir

Mó›i lifnar, mynd Óli2

Ţann 1. apríl 2010 varđ Óli Ţór Hilmarsson, vinur minn, ásamt fjölda annarra, vitni ađ ţví er jörđin rifnađi ţví sem nćst undir fótum hans á Fimmvörđuhálsi og eldgos braust fram. Ţá tók hann myndina hér til vinstri en hann var staddur uppi á Bröttufannarfelli.

Myndin er í raun tvćr myndir sem hefur veriđ skeytt saman.

DSC_0942 - Version 2

Eldgosiđ á Fimmvörđuhálsi hófst 20. mars 2010. Ţá opnađist sprunga á tiltölulega sléttu landi. Í gríđarlega hvassri suđaustanátt hlóđust upp gosefni norđvestan viđ sprunguna. Smám saman dróst eldvirknin saman og loks gaus í tveimur gígum og síđast einum. Ţarna varđ til lítiđ fell sem fékk nafniđ Magni.

Móđi varđ aftur á móti til viđ smćrra gos norđvestan viđ Magna. Gosefnin hlóđust ţar upp norđan eđa norđaustan megin viđ sprunguna. Eldvirknin hćtti smám saman nema í tveimur eđa ţremur gígum, misstórum. 

DSC_0226 110827 Magni, Móđi, hraun, fólk, jökull - Version 2

Nćstu mynd tók ég uppi á Bröttufannarfelli ţegar gosinu í Eyjafjallajökli var nýlokiđ. Viđ gengum á tveir félagar yfir Fimmvörđuháls frá Skógum og í Bása, laugardaginn 22. maí 2010. Gaman er ađ bera ţessar tvćr myndir saman ţó ekki sé nema til ađ skođa ţćr hrikalegu breytingar sem orđiđ hafa ţarna á landslaginu. Mesta athygli vekur gráminn á báđum fellum. Eins og ég hef áđur nefnt, er hann vegna grárra útfellinga sem mynduđu einhvers konar skel, ţunna og brothćtta á fellinum.

Ţriđja myndin var tekin í lok ágúst síđastliđinn. Ţó hún sé tekin ađeins neđar í Bröttufannarfellinu sunnanverđu og sé dálítiđ dimm ţá sýnir hún ágćtlega ađstćđur og breytingar sem orđiđ hafa frá síđustu mynd. Auđvitađ sćkir allt í ţá átt ađ Magni og Móđi verđi eins og ađrir gígar og fell á Fimmvörđuhálsi, frekar svona óásjáanlegir, en ţađ gerist á árhundruđum, njótum ţeirra á međan..

Gosst__var_SVbc

Fjórđu myndina tók Óli Ţór Hilmarsson suđvestan viđ eldfellin á međan á gosinu stóđ.

Ţetta er nokkuđ skemmtilegt sjónarhorn. Hraun rennur til vinstri, í áttina ađ Innra-Suđurgili, sem er afgil úr Hvannárgili. Ţađ náđi ţó aldrei ofan í giliđ en annars stađar rann dálítiđ hraun ofan í Hvannárgil.

IMG_0111 110905 5VH, eldstöđvar, NA - Version 2Nćsta mynd tók ég á svipuđum slóđum um miđjan september síđastliđnum međ iPhone símanum mínum. Biđst forláts á ţví ađ myndin er ekki eins góđ og vera ćtti. Sé myndin stćkkuđ, sem flestir ćttu ađ gera međ allar ţessar myndir, kemur í ljós ađ mikiđ hraun hefur runniđ.

DSC_0413 100612 Fimmvörđuháls, Móđi NV - Version 2

Miklar breytingar hafa orđiđ. Hrauniđ jókst, er nú orđiđ rauđleitara en ţađ var. Fyrr var Magni sléttur og felldur en nú hefur öskufall úr Eyjafjallajökli, vindar og regn mótađ hann.

Á nćst neđstu myndinni má sjá hvernig Móđi og gígarnir hans litu út 12. júní 2010, myndin er tekin ofan af Magna. Til samanburđar er önnur mynd sem ég tók núna í lok ágúst. Gráminn er horfinn af honum og meira ber á rauđa litnum. Gönguleiđir hafa mótast á gígrímanum en ţar er enn ansi heitt.

DSC_0278 110827 Móđi, hraun og útsýni

Í lok gossins var Magni mćldur 82 metrar á hćđ og Móđi 47 metrar. Ég held ađ bćđi eldfellin hafi síđan minnkađ um ađ minnsta kosti 10 metra. Hef ekkert annađ en myndir fyrir mér í ţví sambandi. Líklega rökrétt ađ áćtla ađ ţau sigi smám saman rétt eins og sandur sem mokađur er í hrúgu.

Mér finnst ansi gaman ađ skođa myndir og bera saman frá einum tíma til annars. Landiđ er í mikilli mótun og breytist stöđugt en ţađ gerist bara svo hćgt ađ mannsaugađ greinir ţađ ekki eins vel og myndavélalinsan. 

 


 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband