Kjósa um stjórnarskrá í kreppu, kökur í stað atvinnu ...

Takið eftir hvernig ríkisstjórnarmeirihlutinn ætlar að taka á málunum. Núna er allt í kaldakoli, 12.000 manns eru atvinnulausir, meira en 12.500 manns hafa flutt af landi brott frá því 2008, eignir heimilana hafa verið teknar og afhentar fjármálastofnunum. Atvinnulífið þjáist, fjöldauppsagnir eru daglegt brauð og ríkissstjórnin skattleggur þjóðina svo úr blæðir.

Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefur klúðrað flestu því sem hún hefur getað. Fátt hefur komið frá henni sem byggir upp atvinnulíf og eignastöðu heimila. Þess ber þó að geta að forsætisráðherrann segir að fjölmargt „sé í pípunum“. Þetta hefur hún sagt frá því hún tók við embætti. Langar og þröngar eru leiðslur ríkisstjórnarinnar. 

Þá kemur Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fram í Fréttablaðinu og segir:

Stjórnarskrárfrumvarpið verður eitt af stóru málum þingsins í vetur og því ber skylda til að taka á því máli. Ég vil að frumvarpið fari fyrir nýja stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og nefndin ræði við stjórnlagaráð og þá sérfræðinga sem voru því til halds og trausts. Síðan vil ég að frumvarpið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum.

Góðir Íslendingar. Í hvaða heimi lifir þessi forsætisráðherra. Allt er í kaldakoli og ríkisstjórnin ætlar allra náðarsamlegast að gefa þjóðinni kökur til að fæða sig á.

Og svo er sumir hissa á mótmælum við setningu Alþingis og að egg og tómatar fljúgi í stjórnmálamenn. Það sem hins vegar þarf er að efla mótmælin, hætta ofbeldinu, og koma þessari ríkisstjórn frá svo hægt sé að kjósa sem fyrst. Fræðilega séð hlýtur að vera útilokað að við taki lakari ríkisstjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband