Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Sólarlag á Fimmvörðuhálsi
25.9.2011 | 11:12
Askan sem Eyjafjallajökull spúði úr sér í fyrra yfir Fimmvörðuháls og Skógaheiði var gríðarlega mikil. Hún er eiginlega ekkert annað en grófur sandur sem helgast af því að þyngri gosefnin falla fyrr en önnur úr gosmekkinum og á því töpuðu þessi svæði.
Askan á Fimmvörðuhálsi þyrlast við minnsta vind og þegar hvessir rýkur hún upp í hæstu hæðir. Neðarlega á Skógaheiði byrgir hún oft sýn og frá há Hálsinum sér oft niður á mökkinn.
En svo hvessir meira og nú er Eyjafjallajökull óþekkjanlegur hann er grár og gugginn eins og sjúkur maður. Þessar hamfarir breyta því ekki að náttúran getur breytt óhugnanlegum aðstæður í yndislega fegurð. Og þannig var það kvöld eitt í september í mistrinu á Fimmvörðuhálsi er sólin var að setjast ofan í gíginn á Eyjafjallajökli. Allt var þetta töfrum líkast - að því undanskyldu að rykið átti það til að fara í munn og augu. Óþarfa steinefnaneysla, að mínu mati.
Engu að síður er minningin sú ein að sólarlagið getur verið heillandi á Fimmvörðuhálsi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.