Sólarlag á Fimmvörðuhálsi

DSC_0235 - Version 2

Askan sem Eyjafjallajökull spúði úr sér í fyrra yfir Fimmvörðuháls og Skógaheiði var gríðarlega mikil. Hún er eiginlega ekkert annað en grófur sandur sem helgast af því að þyngri gosefnin falla fyrr en önnur úr gosmekkinum og á því töpuðu þessi svæði.

Askan á Fimmvörðuhálsi þyrlast við minnsta vind og þegar hvessir rýkur hún upp í hæstu hæðir. Neðarlega á Skógaheiði byrgir hún oft sýn og frá há Hálsinum sér oft niður á mökkinn.

En svo hvessir meira og nú er Eyjafjallajökull óþekkjanlegur hann er grár og gugginn eins og sjúkur maður. Þessar hamfarir breyta því ekki að náttúran getur breytt óhugnanlegum aðstæður í yndislega fegurð. Og þannig var það kvöld eitt í september í mistrinu á Fimmvörðuhálsi er sólin var að setjast ofan í gíginn á Eyjafjallajökli. Allt var þetta töfrum líkast - að því undanskyldu að rykið átti það til að fara í munn og augu. Óþarfa steinefnaneysla, að mínu mati.

Engu að síður er minningin sú ein að sólarlagið getur verið heillandi á Fimmvörðuhálsi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband