Miklar breytingar á Fimmvörđuhálsi á 16 mánuđum

DSC_0523

DSC_0005 - Version 2Ég fór upp á Fimmvörđháls um daginn. Ţađ kom ekki til af góđu. Félagar mínir í Útivist töldu nauđsynlegt ađ hafa skálavörđ í Fimmvörđuskála félagsins. Búiđ var ađ leita ađ hćfileikaríkum manni út um allar trissur, margir voru kallađir en enginn hafđi lausan tíma. Ég var eiginlega síđasta sort ... Tók hugmyndinni strax illa. Sagđist vera hćttur félagsstarfi í Útivist, mér leiddist fólk og Fimmvörđuháls vćri ónýtur eftir eldgosiđ í Eyjafjallajökli. Auđvitađ talađi ég ţvert mér ţvert um hug og reyndi hvađ ég gat til ađ hrista ţessa félaga mína af mér. Sérstaklega var Árni „heitinn“ Jóhannesson ţrár. Hann er síđur en svo dauđur en hefur ţetta viđurnefni vegna ţess ađ hann var formađur félagsins í nokkuđ langan tíma.

DSC_0768

DSC_0289Til ađ gera langa sögu stutta hafđi ég tíma, hćttur starfi fyrir Sveitarfélagiđ Skagaströnd, og í hálf fúlu skapi ók ég suđur á Fimmvörđuháls. Ţar dvaldi ég svo í tvćr vikur. Allt kom mér ţar á óvart. Engin einsemd, fullt af fólki upp á hvern dag, frábćrir einstaklingar, fróđir og skemmtilegir. Ég skemmti mér konunglega.

DSC_0779 - Version 2

DSC_0397 - Version 2Fimmvörđuskáli er lítill. Ţar geta međ góđu móti gist um ţađ bil 14 manns en í hallćri er hćgt ađ tvímenna í kojur og dćmi eru um ađ í skálanum hafi um 24 einstaklingar sofiđ og raunar átt náđugan dag.

DSC_0717

DSC_0161 - Version 2Skálinn stendur á háum hrygg sem raunar var ekki svo hár er húsiđ var byggt áriđ 1991. Á tuttugu árum hefur mikiđ breyst á Fimmvörđuhálsi. Jökull og snjór hefur hörfađ og ţar sem áđur var ţćgileg skíđabrekka norđan viđ skálann er nú ţverhnípi.

DSC_0804 - Version 2

DSC_0118 - Version 2 (1)Fimmvörđuskáli er fallegur skáli og stendur á frábćrum stađ. Ţegar gaus á Hálsinum í mars 2010 héldum viđ margir ađ hann fćri, en gosstöđvarnar eru sem betur fer um tvo kílómetra norđan viđ hann og enn stendur hann.

Svo gaus í Eyjafjallajökli en afleiđingar gossins voru nokkuđ alvarlegar fyrir Fimmvörđuskála. Mikiđ tjón var á honum vegna öskufoks. Hann varđ svo ađ segja sandblásinn, rúđur urđu margar mattar og aska barst inn á gólf og hún er ţess eđlis ađ hún slítur öllu hrađar en sandur.

Strax eftir ađ gosi lauk í Eyjafjallajökli í fyrra gengum viđ tveir félagar yfir Fimmvörđuháls og enduđum í Básum. Ţetta var 22. maí og ţá höfđu fáir eđa aungvir gengiđ yfir Hálsinn.

Ég tók margar myndir í ţeirri ferđ og nýtti núna tímann til ađ taka myndir svo eitthvađ vćri nú til samanburđar. Og hann er sláandi. Margt hefur breytst. Eldfjöllin, Magni og Móđi, hafa breyst, Fimmvörđuskáli og landiđ allt, ekki síst Eyjafjallajökull.

Á nćstunni ćtla ég ađ birta nokkrar fallegar myndir frá dvöl minni á Fimmvörđuhálsi. Lćt ţessar duga í bili, ţćr skýra sig sjálfar. Merkilegast finnst mér hvernsu liturinn á eldfjöllunum hefur breyst. Útfellingarnar sem voru eins og skel á ţeim eru horfnar, hafa veđrast eđa fólk gengiđ ţćr niđur. Enn er ţó mikill hiti í báđum. Steikti pylsur á Magna um daginn. Veit af fólki sem hefur grillađ ţar kjöt og orđiđ gott af. Sjálfur er ég hálfslappur. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţađ eru eitthvađ um 10 ár síđan ég gisti í Skálanum á Fimmvörđuhálsi en viđ komum ađ honum í brjáluđu roki og rigningu, varla stćtt úti. Ţvílík sćla ađ komast ţar inn en ég var í hóp međ Útivist  og ţurfti ađ tvímenna í kojur. Ţreyttur fór ég í koju en ţreyttari fór ég úr koju daginn eftir en hroturnar voru svo magnađar ađ mér kom ekki dúr á auga alla nóttina, efast um ađ drunurnar í eldgosinu hafi veriđ meiri en ţessa umrćdda nótt. Daginn eftir fórum viđ niđur í Ţórsmörk í ćđislegu veđri sól og blíđu. Ţetta var ćđisleg ferđ sem seint gleymist.

Rafn Haraldur Sigurđsson (IP-tala skráđ) 25.9.2011 kl. 11:19

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband