Ímyndaðir eða raunverulegir hagsmunir og mannréttindi

Allar líkur benda til þess að Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Verkamannaflokksins í Bretlandi hafi átt lögmæt erindi við Gaddafí, einræðisherra Líbíu. Otrúlegt er hins vegar að bresk stjórnvöld hafi haft nokkurt samband við Líbíu. Leyniþjónusta Breta hafði nægar upplýsingar um grimmd Gaddafís og sona hans, mannréttindabrot í landinu svo ekki sé talað um Lockerby.

Háttalag Breta sannfærir mann aðeins um eitt. Ímyndaðir eða raunverulegir hagsmunir ríkis valda því stjórnvöld setja kíkinn fyrir blinda augað og byggja upp samskipti við þá sem ekkert gott eiga skilið. Vandinn er sá að ekki skiptir máli hverjir sitja við stjórnvölinn, vinstri menn eða hægri.

Þetta veldur fjölda fólks sorg. Ástæðan er einföld. Í stefnuskrám stjórnamálaflokka um alla hina vestrænu Evrópu sem og í Ameríku er ákvæði þar sem lofað er að virða mannréttindi og berjast gegn þeim. Þegar til kastanna kemur eru þessi ákveði ekki virt vegna ímyndaðra eða raunverulegra hagsmuna. Niðurstaðan er sú að saklausu fólki blæðir, því er haldið niðri og fær ekki notið neinna mannréttinda. Þau einu mannréttindi sem það fær notið eru ímynduð, byggð upp af fólum eins og Gaddafí, fjölskyldu hans og nánustu klíku. 


mbl.is Blair átti marga fundi með Gaddafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband